BMW i3 rafmagnsbíllinn mikið notaður af lögreglu og slökkviliðum Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2015 15:12 BMW i3 lögreglubíll. Autonews Af öllum þeim bílum sem BMW framleiðir er i3 rafmagnsbíllinn einna ólíklegastur til að vera notaður af lögreglu og slökkviliðum, en staðreyndin er samt sú að þessi bíll er afar vinsæll á meðal þeirra. Slíkir bílar eru notaðir af slíkum aðilum í Mílanó, London, Los Angeles og borgun Þýskalands. Svo er einn slíkur notaður sem peningaflutningabíll í Varsjá í Póllandi. Ýmsar gerðir BMW bíla hafa verið mjög vinsælir hjá lögreglu víða um heim, þó mest í heimalandinu Þýskalandi og hver man ekki eftir Derrick akandi um götur München á BMW lögreglubíl. BMW hefur nefnilega sérhæft sig í að útvega lögregluliðum sérhannaða bíla sem henta vel til starfans og þeirra bílar eru afar vel búnir til þess. Þessu starfi hefur BMW haldið áfram með svo ólíklegan bíl sem i3 rafmagnsbílinn og þar sem borgarstjórnir víða um heim kjósa að vera umhverfisvæn og sýna gott fordæmi í umhverfismálum þá er i3 góður kostur til þess, svo fremi sem langdrægni sé ekki aðalatriðið í rekstri þeirra. BMW i3 sem slökkviliðsbíll. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Af öllum þeim bílum sem BMW framleiðir er i3 rafmagnsbíllinn einna ólíklegastur til að vera notaður af lögreglu og slökkviliðum, en staðreyndin er samt sú að þessi bíll er afar vinsæll á meðal þeirra. Slíkir bílar eru notaðir af slíkum aðilum í Mílanó, London, Los Angeles og borgun Þýskalands. Svo er einn slíkur notaður sem peningaflutningabíll í Varsjá í Póllandi. Ýmsar gerðir BMW bíla hafa verið mjög vinsælir hjá lögreglu víða um heim, þó mest í heimalandinu Þýskalandi og hver man ekki eftir Derrick akandi um götur München á BMW lögreglubíl. BMW hefur nefnilega sérhæft sig í að útvega lögregluliðum sérhannaða bíla sem henta vel til starfans og þeirra bílar eru afar vel búnir til þess. Þessu starfi hefur BMW haldið áfram með svo ólíklegan bíl sem i3 rafmagnsbílinn og þar sem borgarstjórnir víða um heim kjósa að vera umhverfisvæn og sýna gott fordæmi í umhverfismálum þá er i3 góður kostur til þess, svo fremi sem langdrægni sé ekki aðalatriðið í rekstri þeirra. BMW i3 sem slökkviliðsbíll.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent