Lucas di Grassi kom fyrstur í mark á ABT Schaeffler í annarri keppni tímabilsins í Formúlu E. Sam Bird á DS Virgin bílnum varð annar. Robin Frijns á Amlin Andretti varð þriðji.
Ökumaðurinn sem átti fyrstu keppni tímabilsins, Sebastian Buemi á Renault var í góðum málum framan af keppni í Malasíu. Hann hafði verið á ráspól og leiddi keppnina þangað til á hring 15. Þá bilaði bíllinn.
Buemi komst inn á þjónustusvæðið til að skipta um bíl.
„Það var hugbúnaðarvilla í bíl Sebastian,“ sagði Alain Prost fjórfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og eigandi Renault liðsins í Formúlu E.
Nicolas Prost, liðsfélagi Buemi kom inn á þjónustusvæðið á sama tíma, sem var of snemma. Hann þurftir að berjast í bökkum það sem eftir var keppninnar, til þess eins að reyna að komast í endamark og lágmarka skaðan.
Di Grassi leiddi seinni helming keppninnar. Hann kom fyrstur í mark og tók forystuna í heimsmeistarakeppni ökumanna.
Frijns var að taka fram úr hægfara bíl, fór aðeins út fyir aksturslinuna og skautaði á varnarvegg og skaðaði bílinn. Honum tókst samt að komast í endamark í þriðja sæti.
Báðir Dragon bílarnir brutu fjöðrun á varnarveggjum á lokahringjum keppninnar. Þeir vor báðir í verðlaunasæti þegar þeir duttu úr keppni.

