George Soros fjárfestir í bílasölum Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 10:30 George Soros. Autonews Bandaríski fjárfestirinn Geaorge Soros hefur keypt hlut í þarlendri keðju bílasala sem heitir McLarty Automotive Group. McLarty bílsaölukeðja þessi var stofnuð í fyrra af Mark McLarty og Soros og hann hafa áður staðið saman í fjárfestingum. Bílasölurnar sem heyra undir keðjuna eru flestar staðsettar í miðríkjum Bandaríkjanna. Eins og er samanstendur keðjan aðeins af 8 bílsölum sem selja alls 14 bílamerki. Þær eru flestar í Missouri. Soros hefur sagt að hann sé tilbúinn að fjárfesta fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala í bílsölum, eða 131 milljarða króna. Er það ef til vill til marks um góða sölu bíla í Bandaríkjunum nú um stundir og væntingar um áframhaldandi góða sölu á næstu árum í góðu efnahagsástandi landsins. McLarty Group áætlar að selja um 20.000 nýja og notaða bíla á þessu ári. McLarty hefur rekið bílasölukeðjur í Kína, Brasilíu og Mexikó í ríflega áratug, en hann snéri aftur til Bandaríkjanna í fyrra og ætlar sér stóra hluti í bílasölu í heimalandinu. Hann á þó ennþá hluti í bílasölum þeim sem hann stofnaði í Kína, Brasilíu og Mexikó. McLarty og Soros ætla að fjárfesta saman í fleiri bílsölum í Bandaríkjunum. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Bandaríski fjárfestirinn Geaorge Soros hefur keypt hlut í þarlendri keðju bílasala sem heitir McLarty Automotive Group. McLarty bílsaölukeðja þessi var stofnuð í fyrra af Mark McLarty og Soros og hann hafa áður staðið saman í fjárfestingum. Bílasölurnar sem heyra undir keðjuna eru flestar staðsettar í miðríkjum Bandaríkjanna. Eins og er samanstendur keðjan aðeins af 8 bílsölum sem selja alls 14 bílamerki. Þær eru flestar í Missouri. Soros hefur sagt að hann sé tilbúinn að fjárfesta fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala í bílsölum, eða 131 milljarða króna. Er það ef til vill til marks um góða sölu bíla í Bandaríkjunum nú um stundir og væntingar um áframhaldandi góða sölu á næstu árum í góðu efnahagsástandi landsins. McLarty Group áætlar að selja um 20.000 nýja og notaða bíla á þessu ári. McLarty hefur rekið bílasölukeðjur í Kína, Brasilíu og Mexikó í ríflega áratug, en hann snéri aftur til Bandaríkjanna í fyrra og ætlar sér stóra hluti í bílasölu í heimalandinu. Hann á þó ennþá hluti í bílasölum þeim sem hann stofnaði í Kína, Brasilíu og Mexikó. McLarty og Soros ætla að fjárfesta saman í fleiri bílsölum í Bandaríkjunum.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent