Engir Takata loftpúðar hjá Toyota, Mazda og Honda Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 16:05 Takata loftpúðaframleiðandinn á nú í miklum vanda. Japanski loftpúðaframleiðandinn Takata á í miklum vanda eftir að upp komst um gallaða loftpúða frá fyrirtækinu í mjög mörgum bílgerðum. Honda hafði fyrir nokkru sagt að Takata loftpúðar verði ekki lengur í bílum fyrirtækisins og nú hafa Toyota og Mazda bæst í þann hóp. Subaru og Mitsubishi eru einnig að íhuga að segja skilið við fyrirtækið. Það er notkun brennisteinsnítrata í loftpúðum Takata sem veldur því að bílafyrirtækin vilja ekki hafa loftpúða frá Takata í bílum sínum en loftpúðarnir springa upp með aðstoð brennisteinsnítrata, sem einnig eru notuð í sprengjur og áburð. Forstjóri Toyota, Akio Toyoda, sagði að öryggi eigenda Toyota bíla væri mikilvægast og því færu loftpúðar með brtennisteinsnítrötum ekki í nýja bíla fyrirtækisins. Við þessar fréttir frá Toyota, Mazda og Honda hafa hlutabréf í Takata fallið um 39% á þremur dögum. Margir hafa spáð því að dagar Takata séu taldir og að fyrirtækið muni aldrei lifa þær hremmingar af sem það glímir við allt frá því að það uppgötvaðist að fjöldamörg dauðaslys urðu vegna loftpúða frá Takata. Innköllun á bílum með Takata loftpúðum nær yfir á fjórða tug milljóna bíla og hefur kostað bílaframleiðendur háar upphæðir. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Japanski loftpúðaframleiðandinn Takata á í miklum vanda eftir að upp komst um gallaða loftpúða frá fyrirtækinu í mjög mörgum bílgerðum. Honda hafði fyrir nokkru sagt að Takata loftpúðar verði ekki lengur í bílum fyrirtækisins og nú hafa Toyota og Mazda bæst í þann hóp. Subaru og Mitsubishi eru einnig að íhuga að segja skilið við fyrirtækið. Það er notkun brennisteinsnítrata í loftpúðum Takata sem veldur því að bílafyrirtækin vilja ekki hafa loftpúða frá Takata í bílum sínum en loftpúðarnir springa upp með aðstoð brennisteinsnítrata, sem einnig eru notuð í sprengjur og áburð. Forstjóri Toyota, Akio Toyoda, sagði að öryggi eigenda Toyota bíla væri mikilvægast og því færu loftpúðar með brtennisteinsnítrötum ekki í nýja bíla fyrirtækisins. Við þessar fréttir frá Toyota, Mazda og Honda hafa hlutabréf í Takata fallið um 39% á þremur dögum. Margir hafa spáð því að dagar Takata séu taldir og að fyrirtækið muni aldrei lifa þær hremmingar af sem það glímir við allt frá því að það uppgötvaðist að fjöldamörg dauðaslys urðu vegna loftpúða frá Takata. Innköllun á bílum með Takata loftpúðum nær yfir á fjórða tug milljóna bíla og hefur kostað bílaframleiðendur háar upphæðir.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent