Citroën ætlar að selja bíla á vefnum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 14:58 Citroën Cactus M. Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent