Flugmaðurinn tilkynnti tæknilega örðugleika Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2015 10:15 Ættingi eins farþegans grætur á flugvellinum í St. Pétursborg. Vísir/AFP Rússnesk farþegaflugvél brotlenti á Sinai-skaga í nótt með 224 manneskjur um borð. Embættismenn í Egyptalandi segja að líklegast séu allir farþegar látnir. Brak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um er að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Flugvélin var á leið frá vinsælum ferðamannastað við Rauðahafið til St. Pétursborgar þegar hún brotlenti. 217 farþegar voru um borð, þar af 17 börn og auk þeirra voru sjö áhafnarmeðlimir um borð. Allir farþegar vélarinnar eru sagðir hafa verið frá Rússlandi. BBC segir frá því að flugvélin hafi lækkað flugið mjög hratt, áður en hún hvarf af ratsjám. Þá er því haldið fram af Flightradar að hraði vélarinnar hafi lækkað mjög á síðustu sekúndunum. Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur embættismönnum að fljúga þegar af stað til Sýrlands og hjálpa til við björgunarstörf. Þá hefur forsetinn lýst yfir að á morgun verður þjóðarsorg í Rússlandi. Þá hafa yfirvöld í Moskvu hafið rannsókn á flugfélaginu og aðdraganda slyssins. Kannað verður hvort að öryggisreglur hafi verið brotnar.More data from flight #7K9268 shows very big changes in vertical speed last 20 seconds. https://t.co/KNB0j26hba pic.twitter.com/AJNSiSQstZ— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Björgunarmenn eru sagðir vera komnir að flakinu og segja þeir að það sé í fjalllendi og að veðurskilyrði séu slæm. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði flugmaður vélarinnar tilkynnt tæknilega örðugleika skömmu áður en flugumferðarstjórar misstu samband við vélina. Flugmaðurinn sagðist ætla að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin brotlenti í um 50 kílómetra fjarlægð frá El Arish flugvellinu, þar sem flugmaðurinn ætlaði að framkvæmda nauðlendingu.Vélin fannst á þessu svæði. Looping playback of #7K9268. Last data recorded at 04:13:22 UTC https://t.co/RlcJTpDHwI pic.twitter.com/fb2aDxPUBw— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rússnesk farþegaflugvél brotlenti á Sinai-skaga í nótt með 224 manneskjur um borð. Embættismenn í Egyptalandi segja að líklegast séu allir farþegar látnir. Brak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um er að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Flugvélin var á leið frá vinsælum ferðamannastað við Rauðahafið til St. Pétursborgar þegar hún brotlenti. 217 farþegar voru um borð, þar af 17 börn og auk þeirra voru sjö áhafnarmeðlimir um borð. Allir farþegar vélarinnar eru sagðir hafa verið frá Rússlandi. BBC segir frá því að flugvélin hafi lækkað flugið mjög hratt, áður en hún hvarf af ratsjám. Þá er því haldið fram af Flightradar að hraði vélarinnar hafi lækkað mjög á síðustu sekúndunum. Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur embættismönnum að fljúga þegar af stað til Sýrlands og hjálpa til við björgunarstörf. Þá hefur forsetinn lýst yfir að á morgun verður þjóðarsorg í Rússlandi. Þá hafa yfirvöld í Moskvu hafið rannsókn á flugfélaginu og aðdraganda slyssins. Kannað verður hvort að öryggisreglur hafi verið brotnar.More data from flight #7K9268 shows very big changes in vertical speed last 20 seconds. https://t.co/KNB0j26hba pic.twitter.com/AJNSiSQstZ— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Björgunarmenn eru sagðir vera komnir að flakinu og segja þeir að það sé í fjalllendi og að veðurskilyrði séu slæm. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði flugmaður vélarinnar tilkynnt tæknilega örðugleika skömmu áður en flugumferðarstjórar misstu samband við vélina. Flugmaðurinn sagðist ætla að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin brotlenti í um 50 kílómetra fjarlægð frá El Arish flugvellinu, þar sem flugmaðurinn ætlaði að framkvæmda nauðlendingu.Vélin fannst á þessu svæði. Looping playback of #7K9268. Last data recorded at 04:13:22 UTC https://t.co/RlcJTpDHwI pic.twitter.com/fb2aDxPUBw— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent