Tesla Model S fær slæma dóma fyrir áreiðanleika Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:36 Tesla Model S. Car and Driver Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent
Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent