Tesla Model S fær slæma dóma fyrir áreiðanleika Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:36 Tesla Model S. Car and Driver Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent