Nýr kínverskur Lundúnataxi Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 13:33 Geely TX5 Lundúnataxi er tvinnbíll. Jalopnik Þeir sem oft eiga leið til Lundúna munu brátt sjá þessum nýja leigubíla í miklu magni í borginni. Hann heitir TX5 og er framleiddur af kínverska bílasmiðnum Geely. Geely er nú eigandi London Taxi Company sem framleitt hefur þá leigubíla sem nú eru á götum borgarinnar. Geely hefur fjárfest fyrir 57 milljarða króna í verksmiðju í Bretlandi þar sem þessir bílar verða framleiddir í miklu magni. Þeir munu fyrir alvöru fara að fylla götur Lundúnaborgar árið 2017. Nissan hefur lengi horft til þess að útvega leigubíla fyrir borgina líkt og fyrirtækið gerir í New York borg, en svo virðist sem Geely sé alveg komið með yfirhöndina í þessu kapphlaupi. Geely TX5 er tvinnbíll sem kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu, en að auki er fjögurra strokka bensínvél í bílnum. Yfirbygging hans er að stærstum hluta úr áli. Bíllinn tekur 6 farþega og plássið í bílnum er nægt til að taka farþega í hjólastól og fótarými eru meira en í núverandi leigubílum í London. Stórar hurðir eru á bílnum sem opnast öfugt, þ.e. með lömum að aftan. Frí WiFi-tenging er um borð í bílunum og nokkrar tengingar til að hlaða farsíma. Geely hefur uppi hugmyndir um að markaðssetja þennan leigubíl í fleiri borgum en London, en fyrirtækið hefur mikið lagt í hönnun hans og útfærslu og störfuðu um tíma 200 verkfræðingar við það. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent
Þeir sem oft eiga leið til Lundúna munu brátt sjá þessum nýja leigubíla í miklu magni í borginni. Hann heitir TX5 og er framleiddur af kínverska bílasmiðnum Geely. Geely er nú eigandi London Taxi Company sem framleitt hefur þá leigubíla sem nú eru á götum borgarinnar. Geely hefur fjárfest fyrir 57 milljarða króna í verksmiðju í Bretlandi þar sem þessir bílar verða framleiddir í miklu magni. Þeir munu fyrir alvöru fara að fylla götur Lundúnaborgar árið 2017. Nissan hefur lengi horft til þess að útvega leigubíla fyrir borgina líkt og fyrirtækið gerir í New York borg, en svo virðist sem Geely sé alveg komið með yfirhöndina í þessu kapphlaupi. Geely TX5 er tvinnbíll sem kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu, en að auki er fjögurra strokka bensínvél í bílnum. Yfirbygging hans er að stærstum hluta úr áli. Bíllinn tekur 6 farþega og plássið í bílnum er nægt til að taka farþega í hjólastól og fótarými eru meira en í núverandi leigubílum í London. Stórar hurðir eru á bílnum sem opnast öfugt, þ.e. með lömum að aftan. Frí WiFi-tenging er um borð í bílunum og nokkrar tengingar til að hlaða farsíma. Geely hefur uppi hugmyndir um að markaðssetja þennan leigubíl í fleiri borgum en London, en fyrirtækið hefur mikið lagt í hönnun hans og útfærslu og störfuðu um tíma 200 verkfræðingar við það.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent