Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 20-18 | Kristófer hetja Fram á lokakaflanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. október 2015 22:00 Vísir/Vilhelm Kristófer Fannar Guðmundsson var hetja Fram í 20-18 sigri á FH í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld en Kristófer setti einfaldlega í lás síðustu tuttugu mínútur leiksins sem gerði á endanum útslagið. Eftir að FH vann leik liðanna í fyrstu umferð hafði gengi liðanna snúist við, FH hafði aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum á meðan Fram hafði unnið fimm af síðustu átta. Liðin skiptust á mörkum í upphafi fyrri hálfleiks en gestirnir úr Hafnafirðinum voru yfirleitt skrefinu á undan og leiddu lengst af í fyrri hálfleik. Var hart barist í Safamýrinni og þurftu dómarar leiksins að vísa leikmanni af velli sjö sinnum í fyrri hálfleik. FH náði aldrei að hrista Fram frá sér í fyrri hálfleik og tókst heimamönnum að jafna metin á lokasekúndum fyrri hálfleiks og fóru liðin inn í hálfleikinn í stöðunni 11-11. Aftur voru það leikmenn FH sem byrjuðu mun betur í seinni hálfleik en FH náði mest þriggja marka forskoti að átta mínútum loknum í seinni hálfleik í stöðunni 15-12 fyrir FH. Við það skelltu leikmenn Fram einfaldlega í lás og náðu að jafna metin aðeins fimm mínútum síðar og var því jafnt fyrir síðustu fimmtán mínútur leiksins. Það sem gerði útslagið á endanum var að Kristófer varði hvað eftir annað úr góðum færum FH-inga á seinustu tuttugu mínútum leiksins, á sama tíma tókst leikmönnum Fram að bæta við mörkum þrátt fyrir að Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, hafi átt góðan leik í markinu. Lauk leiknum með naumum tveggja marka sigri Fram, 20-18, en með sigrinum skaust Fram upp að hlið ÍBV í 3. sæti Olís-deildarinnar en Eyjamenn eiga leik til góða gegn Val á morgun. FH-ingar eru aftur á móti komnir í fallsæti eftir óvæntan sigur Norðanmanna á ÍR í kvöld. Þorgrímur Smári átti stórleik í liði Fram með sjö mörk en í liði FH var það Hlynur Bjarnason sem var atkvæðamestur með fimm mörk en bestu leikmenn vallarins voru markmenn liðanna. Kristófer varði alls 17 skot í leiknum, 49% markvörslu en í marki FH varði Ágúst Elí 17 skot, alls 46% markvörslu. Kristófer: Ætluðum okkur að vinna í kvöld „Þetta var frábær sigur, fengum bara 18 mörk á okkur sem er framhald frá síðasta leik,“ sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Fram, sáttur að leikslokum í kvöld. „Þegar þú er að verjast svona vel þá þarftu ekki að skora nema tuttugu mörk. Við getum ekki verið annað en sáttir með þennan sigur. Það var hart barist, margar tvær mínútur og hefði jafnvel verið hægt að sjá rautt spjald.“ Kristófer sagði að leikmenn Fram hefðu verið ákveðnir í að svara fyrir tapið í fyrstu umferð gegn FH. „Við vorum klaufar í þeim leik, við vorum sex mörkum yfir og misstum það niður. Við ætluðum okkur að vinna í kvöld og við náðum því.“ Leikmönnum Fram tókst vel að loka á FH síðustu tuttugu mínútur leiksins en FH setti aðeins þrjú mörk á síðustu 22 mínútunum. „Það er betra fyrir mig, þegar það er sterkur varnarleikur þá verður þetta auðveldara fyrir mig. Vörnin var þétt í kvöld og unnum upp forskotið og sigldum þessu heim.“ Fram hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið upp að hlið ÍBV í 3. sæti Olís-deildarinnar en Eyjamenn eiga leik til góða annað kvöld. „Það hefur verið mikill stígandi í leik okkar frá fyrstu umferðinni. Það var ryð í okkur eins og öllum í upphafi móts og við erum núna komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð.“Hlynur: Klúðruðum of mörgum dauðafærum „Þetta er gríðarlega svekkjandi, við leiðum leikinn lengst af en þeir náðu alltaf að halda í við okkur,“ sagði Hlynur Bjarnason, einn af betri leikmönnum FH í kvöld, niðurlútur eftir leikinn. „Við náðum þriggja marka forskoti í seinni hálfleik en það dettur kraftur úr okkur og þeir náðu yfirhöndinni. Við fórum í það að elta þá og svo fór sem fór.“ Hlynur hrósaði Kristóferi, markverði Fram, eftir leikinn í kvöld en Kristófer varði oft úr dauðafærum FH-inga. „Hann var að verja helvíti vel í markinu. Sóknarleikurinn var ágætur en við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum,“ sagði Hlynur sem sagði að það væri ekki líklegt til árangurs. „Ef við hefðum nýtt hraðaupphlaupsfærin okkar betur hefðum við tekið þetta.“ Hlynur átti ásamt markverði FH, Ágústi Elí, góðan leik. „Við áttum að geta komið hraðar upp í seinni bylgjuna í seinni hálfleik og við þurfum að nýta okkur þegar markmaðurinn okkar er í stuði.“Þorgrímur: Fékk rautt spjald fyrir minna gegn Haukum „Þetta var ansi sætt, maður vissi ekki hvernig þetta færi hérna í lokin og það er frábært að ná að taka þetta,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Fram, sæll að leik loknum í kvöld. „Við höfðum harma að hefna gegn FH frá því í fyrstu umferð og það var einfaldlega ekki í boði að tapa hérna í kvöld.“ Þorgrímur átti sjálfur góðan dag fyrir framan markið en það mæddi töluvert á honum í sóknarleiknum. „Ég var heitur til að byrja með, var að hitta markið og skotin voru að fara inn. Ég hefði átt að velja betri skot kannski en ég verð að halda áfram að skjóta þegar ég er að hitta.“ Þorgrímur var ósáttur með dómgæsluna í fyrri hálfleik. Jón Bjarni Ólafsson virtist slá hann en hann slapp við refsingu, þess í stað dæmdi dómaraparið tveggja mínútna brottvísun á Ísak Rafnsson. „Ég fékk rautt spjald fyrir minna atvik gegn Haukum. Hann slær í tennurnar á mér og dómaraparið dæmir tveggja mínútna brottvísun á Ísak,“ sagði Þorgrímur og bætti við: „Ég hélt að þeir ætluðu að gefa mér rautt fyrir leikaraskap eða eitthvað, ég skil ekkert í dómurunum hérna.“ Þorgrímur tók undir að það hefði verið hart barist á lokamínútum leiksins. „Það var ekki mikið skorað í þessum leik. Það var góður varnarleikur í kvöld frekar en sóknarleikur en það sem skiptir máli er að við erum að klára þessa leiki.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Kristófer Fannar Guðmundsson var hetja Fram í 20-18 sigri á FH í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld en Kristófer setti einfaldlega í lás síðustu tuttugu mínútur leiksins sem gerði á endanum útslagið. Eftir að FH vann leik liðanna í fyrstu umferð hafði gengi liðanna snúist við, FH hafði aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum á meðan Fram hafði unnið fimm af síðustu átta. Liðin skiptust á mörkum í upphafi fyrri hálfleiks en gestirnir úr Hafnafirðinum voru yfirleitt skrefinu á undan og leiddu lengst af í fyrri hálfleik. Var hart barist í Safamýrinni og þurftu dómarar leiksins að vísa leikmanni af velli sjö sinnum í fyrri hálfleik. FH náði aldrei að hrista Fram frá sér í fyrri hálfleik og tókst heimamönnum að jafna metin á lokasekúndum fyrri hálfleiks og fóru liðin inn í hálfleikinn í stöðunni 11-11. Aftur voru það leikmenn FH sem byrjuðu mun betur í seinni hálfleik en FH náði mest þriggja marka forskoti að átta mínútum loknum í seinni hálfleik í stöðunni 15-12 fyrir FH. Við það skelltu leikmenn Fram einfaldlega í lás og náðu að jafna metin aðeins fimm mínútum síðar og var því jafnt fyrir síðustu fimmtán mínútur leiksins. Það sem gerði útslagið á endanum var að Kristófer varði hvað eftir annað úr góðum færum FH-inga á seinustu tuttugu mínútum leiksins, á sama tíma tókst leikmönnum Fram að bæta við mörkum þrátt fyrir að Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, hafi átt góðan leik í markinu. Lauk leiknum með naumum tveggja marka sigri Fram, 20-18, en með sigrinum skaust Fram upp að hlið ÍBV í 3. sæti Olís-deildarinnar en Eyjamenn eiga leik til góða gegn Val á morgun. FH-ingar eru aftur á móti komnir í fallsæti eftir óvæntan sigur Norðanmanna á ÍR í kvöld. Þorgrímur Smári átti stórleik í liði Fram með sjö mörk en í liði FH var það Hlynur Bjarnason sem var atkvæðamestur með fimm mörk en bestu leikmenn vallarins voru markmenn liðanna. Kristófer varði alls 17 skot í leiknum, 49% markvörslu en í marki FH varði Ágúst Elí 17 skot, alls 46% markvörslu. Kristófer: Ætluðum okkur að vinna í kvöld „Þetta var frábær sigur, fengum bara 18 mörk á okkur sem er framhald frá síðasta leik,“ sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Fram, sáttur að leikslokum í kvöld. „Þegar þú er að verjast svona vel þá þarftu ekki að skora nema tuttugu mörk. Við getum ekki verið annað en sáttir með þennan sigur. Það var hart barist, margar tvær mínútur og hefði jafnvel verið hægt að sjá rautt spjald.“ Kristófer sagði að leikmenn Fram hefðu verið ákveðnir í að svara fyrir tapið í fyrstu umferð gegn FH. „Við vorum klaufar í þeim leik, við vorum sex mörkum yfir og misstum það niður. Við ætluðum okkur að vinna í kvöld og við náðum því.“ Leikmönnum Fram tókst vel að loka á FH síðustu tuttugu mínútur leiksins en FH setti aðeins þrjú mörk á síðustu 22 mínútunum. „Það er betra fyrir mig, þegar það er sterkur varnarleikur þá verður þetta auðveldara fyrir mig. Vörnin var þétt í kvöld og unnum upp forskotið og sigldum þessu heim.“ Fram hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið upp að hlið ÍBV í 3. sæti Olís-deildarinnar en Eyjamenn eiga leik til góða annað kvöld. „Það hefur verið mikill stígandi í leik okkar frá fyrstu umferðinni. Það var ryð í okkur eins og öllum í upphafi móts og við erum núna komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð.“Hlynur: Klúðruðum of mörgum dauðafærum „Þetta er gríðarlega svekkjandi, við leiðum leikinn lengst af en þeir náðu alltaf að halda í við okkur,“ sagði Hlynur Bjarnason, einn af betri leikmönnum FH í kvöld, niðurlútur eftir leikinn. „Við náðum þriggja marka forskoti í seinni hálfleik en það dettur kraftur úr okkur og þeir náðu yfirhöndinni. Við fórum í það að elta þá og svo fór sem fór.“ Hlynur hrósaði Kristóferi, markverði Fram, eftir leikinn í kvöld en Kristófer varði oft úr dauðafærum FH-inga. „Hann var að verja helvíti vel í markinu. Sóknarleikurinn var ágætur en við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum,“ sagði Hlynur sem sagði að það væri ekki líklegt til árangurs. „Ef við hefðum nýtt hraðaupphlaupsfærin okkar betur hefðum við tekið þetta.“ Hlynur átti ásamt markverði FH, Ágústi Elí, góðan leik. „Við áttum að geta komið hraðar upp í seinni bylgjuna í seinni hálfleik og við þurfum að nýta okkur þegar markmaðurinn okkar er í stuði.“Þorgrímur: Fékk rautt spjald fyrir minna gegn Haukum „Þetta var ansi sætt, maður vissi ekki hvernig þetta færi hérna í lokin og það er frábært að ná að taka þetta,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Fram, sæll að leik loknum í kvöld. „Við höfðum harma að hefna gegn FH frá því í fyrstu umferð og það var einfaldlega ekki í boði að tapa hérna í kvöld.“ Þorgrímur átti sjálfur góðan dag fyrir framan markið en það mæddi töluvert á honum í sóknarleiknum. „Ég var heitur til að byrja með, var að hitta markið og skotin voru að fara inn. Ég hefði átt að velja betri skot kannski en ég verð að halda áfram að skjóta þegar ég er að hitta.“ Þorgrímur var ósáttur með dómgæsluna í fyrri hálfleik. Jón Bjarni Ólafsson virtist slá hann en hann slapp við refsingu, þess í stað dæmdi dómaraparið tveggja mínútna brottvísun á Ísak Rafnsson. „Ég fékk rautt spjald fyrir minna atvik gegn Haukum. Hann slær í tennurnar á mér og dómaraparið dæmir tveggja mínútna brottvísun á Ísak,“ sagði Þorgrímur og bætti við: „Ég hélt að þeir ætluðu að gefa mér rautt fyrir leikaraskap eða eitthvað, ég skil ekkert í dómurunum hérna.“ Þorgrímur tók undir að það hefði verið hart barist á lokamínútum leiksins. „Það var ekki mikið skorað í þessum leik. Það var góður varnarleikur í kvöld frekar en sóknarleikur en það sem skiptir máli er að við erum að klára þessa leiki.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira