Viking hafði betur gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og vann liðið 2-1 sigur.
Leikurinn fór fram á heimavelli Viking en Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson voru báðir í byrjunarliðið Viking í leiknum. Steinþór Freyr Þorsteinsson og Björn Daníel Sverrisson sátu á bekknum. Þeir komu báðir við sögu í leiknum.
Viking er í 5. sæti deildarinnar með 50 stig en Stabæk í því þriðja með 53 stig.
