Toyota aftur stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 11:18 Toyota hefur selt 7,49 milljón bíla en Volkswagen 7,43. Autonews Toyota hefur endurheimt titilinn stærsti bílaframleiðandi heims, en sala Toyota á fyrstu 9 mánuðum ársins er 7,49 milljón bílar, en Volkswagen hefur selt 7,43 milljón bíla. Í fyrra seldi Volkswagen örlítið fleiri bíla en Toyota, en dísilvélasvindl Volkswagen virðist nú hafa hamla sölu fyrirtækisins að einhverju marki. Mjög litlu munar þó áfram á sölu bílarisanna og því ekki loku fyrir það skotið að Volkswagen nái aftur forystunni áður en árið er liðið, þó líklegra sé að Toyota muni halda forystunni. Í september skýrðu bæði fyrirtækin frá 1,5% minnkandi sölu milli ára. Á fyrri helmingi ársins seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota, en þriðji ársfjórðungur hefur snúið því við, enda hefur Volkswagen tekið þá bíla sína af markaði sem innihéldu hinn ólöglega hugbúnað og hefur það dregið eðlilega úr sölu. General Motors er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims og ekki langt undan hinum tveimur í sölu, en GM hefur selt 7,2 milljónir bíla á árinu, en salan hefur minnkað um 1,9% það sem af er ári. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Toyota hefur endurheimt titilinn stærsti bílaframleiðandi heims, en sala Toyota á fyrstu 9 mánuðum ársins er 7,49 milljón bílar, en Volkswagen hefur selt 7,43 milljón bíla. Í fyrra seldi Volkswagen örlítið fleiri bíla en Toyota, en dísilvélasvindl Volkswagen virðist nú hafa hamla sölu fyrirtækisins að einhverju marki. Mjög litlu munar þó áfram á sölu bílarisanna og því ekki loku fyrir það skotið að Volkswagen nái aftur forystunni áður en árið er liðið, þó líklegra sé að Toyota muni halda forystunni. Í september skýrðu bæði fyrirtækin frá 1,5% minnkandi sölu milli ára. Á fyrri helmingi ársins seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota, en þriðji ársfjórðungur hefur snúið því við, enda hefur Volkswagen tekið þá bíla sína af markaði sem innihéldu hinn ólöglega hugbúnað og hefur það dregið eðlilega úr sölu. General Motors er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims og ekki langt undan hinum tveimur í sölu, en GM hefur selt 7,2 milljónir bíla á árinu, en salan hefur minnkað um 1,9% það sem af er ári.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent