Östersund tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í Svíþjóð er liðið gerði 1-1 jafntefli við Syrianska í næstsíðustu umferð tímabilsins í sænsku B-deildinni.
Haraldur Björnsson lék allan leikinn í marki Östersund en fékk á sig klaufalegt mark undir lok fyrri hálfleiks. Östersund jafnaði þó metin í þeim síðari og gat því fagnað í leikslok.
Þetta er í fyrsta sinn í nítján ára sögu félagsins sem það kemst upp í úrvalsdeildina en liðið var í sænsku D-deildinni fyrir aðeins fjórum árum síðan.
Haraldur kom til Östersund frá Sarpsborg 08 í Noregi í fyrra en byrjaði tímabilið á bekknum. Hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðan í byrjun september.
Sögulegur árangur hjá Haraldi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
