Mazda kynnir sportbíl með Rotary vél í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 09:21 Bílasýningin í Tókýó hefst í dag og líklega hefur þar vakið mesta athygli nýr sportbíll frá Mazda, RX-VISION. Ekki er það vegna þess að hann er fallegur og straumlínulagaður bíll, heldur vegna þess að vélin í bílnum er svokölluð Rotary vél. Þar með staðfestist að Mazda hefur ekki gefist upp á notkun slíkra véla þó svo fyrirtækið hafi ekki framleitt slíka vél í nokkur ár, fremur en nokkur annar bílaframleiðandi. Mazda var með Rotary vélar í RX-7 og RX-8 sportbílum sínum, en hætti framleiðslu RX-8 árið 2012. Þessi nýi sportbíll gæti því verið hinn nýi Mazda RX-9. Við kynninguna á bílnum sögðu forráðamenn Mazda að þrátt fyrir enga framleiðsla á Rotary vélum frá árinu 2012 hafi fyrirtækið haldið áfram þróun betri gerðar slíkra véla og segist hafa náð miklum árangir við straf sitt. Mazda hefur meira að segja gefið þessari nýju Rotary vél nafn, Skyactive-R og bendir það eitt til þess að þeim sé alvara með þróun hennar og að hún muni birtast brátt í bíl frá Mazda. Mazda lét hinsvegar ekki uppi hvort að smíði þessa tilraunasportbíls verður, né hvenær hann kæmi þá á markað. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Bílasýningin í Tókýó hefst í dag og líklega hefur þar vakið mesta athygli nýr sportbíll frá Mazda, RX-VISION. Ekki er það vegna þess að hann er fallegur og straumlínulagaður bíll, heldur vegna þess að vélin í bílnum er svokölluð Rotary vél. Þar með staðfestist að Mazda hefur ekki gefist upp á notkun slíkra véla þó svo fyrirtækið hafi ekki framleitt slíka vél í nokkur ár, fremur en nokkur annar bílaframleiðandi. Mazda var með Rotary vélar í RX-7 og RX-8 sportbílum sínum, en hætti framleiðslu RX-8 árið 2012. Þessi nýi sportbíll gæti því verið hinn nýi Mazda RX-9. Við kynninguna á bílnum sögðu forráðamenn Mazda að þrátt fyrir enga framleiðsla á Rotary vélum frá árinu 2012 hafi fyrirtækið haldið áfram þróun betri gerðar slíkra véla og segist hafa náð miklum árangir við straf sitt. Mazda hefur meira að segja gefið þessari nýju Rotary vél nafn, Skyactive-R og bendir það eitt til þess að þeim sé alvara með þróun hennar og að hún muni birtast brátt í bíl frá Mazda. Mazda lét hinsvegar ekki uppi hvort að smíði þessa tilraunasportbíls verður, né hvenær hann kæmi þá á markað.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent