Porsche Macan GTS er 360 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 15:08 Porsche Macan GTS kemur á svörtum 20 tommu felgum. Autoblog Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent
Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent