Erlent

Bhandari fyrsti kvenforseti Nepal

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
vísir/epa
Þingið í Nepal kaus í nótt kvenfrelsisbaráttukonuna Bidhya Devi Bhandari sem forseta landsins. Hún er fyrsta konan til að hljóta þennan heiður enda raunar aðeins annar einstaklingurinn í sögu Nepal sem gegnir þessari stöðu, sem er ekki valdamikil í stjórnkerfi landsins.

Bhandari er fimmtíu og fjögurra ára gömul og er einnig varaformaður kommúnistaflokks Nepals, sem fer með völdin þar í landi. Þegar hún tók við embætti sór Bhandari þess eið að berjast fyrir réttindum kvenna og minnihlutahópa í Nepal almennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×