Ný Panamera án felubúnings Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 09:50 Nýr Porsche Panamera. Autoblog Porsche mun kynna aðra kynslóð hins stóra fólksbíls Panamera á næsta ári og þá sem árgerð 2017. Fyrsta kynslóð bílsins er orðin 6 ára, en hann kom fyrst út árið 2009. Prófanir standa nú yfir á nýja bílnum og ljósmyndir hafa náðst af honum óvörðum. Á þeim má sjá að ekki hafa gríðarlegar breytingar verið gerðar á honum og sannarlega ber hann svip annarra Porsche bíla. Það er helst að þaklínan hafi verið flött út og hún er ekki eins afgerandi lengur í útliti bílsins. Það virðist því vera að hönnuðir nýja bílsins hafi hlustað á þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa helst um núverandi útlit Panamera. Ljóst er að ný Panamera verður í boði með margskonar drifrásum, sem tvinnbíll, dísilbíll, bensínbíll og sem hálfgerður ofurbíll í formi Panamera Turbo S. Heyrst hefur að Panamera hafi lengst, sem og hjólhaf bílsins og að vænn vindkljúfur spretti upp úr bílnum að aftan við tiltekinn hraða. Porsche ætlar að sýna nýja Panamera á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári.Með ættarsvip Porsche og minna afgerandi þaklínu. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Porsche mun kynna aðra kynslóð hins stóra fólksbíls Panamera á næsta ári og þá sem árgerð 2017. Fyrsta kynslóð bílsins er orðin 6 ára, en hann kom fyrst út árið 2009. Prófanir standa nú yfir á nýja bílnum og ljósmyndir hafa náðst af honum óvörðum. Á þeim má sjá að ekki hafa gríðarlegar breytingar verið gerðar á honum og sannarlega ber hann svip annarra Porsche bíla. Það er helst að þaklínan hafi verið flött út og hún er ekki eins afgerandi lengur í útliti bílsins. Það virðist því vera að hönnuðir nýja bílsins hafi hlustað á þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa helst um núverandi útlit Panamera. Ljóst er að ný Panamera verður í boði með margskonar drifrásum, sem tvinnbíll, dísilbíll, bensínbíll og sem hálfgerður ofurbíll í formi Panamera Turbo S. Heyrst hefur að Panamera hafi lengst, sem og hjólhaf bílsins og að vænn vindkljúfur spretti upp úr bílnum að aftan við tiltekinn hraða. Porsche ætlar að sýna nýja Panamera á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári.Með ættarsvip Porsche og minna afgerandi þaklínu.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent