Á þeim má sjá að ekki hafa gríðarlegar breytingar verið gerðar á honum og sannarlega ber hann svip annarra Porsche bíla. Það er helst að þaklínan hafi verið flött út og hún er ekki eins afgerandi lengur í útliti bílsins. Það virðist því vera að hönnuðir nýja bílsins hafi hlustað á þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa helst um núverandi útlit Panamera.
Ljóst er að ný Panamera verður í boði með margskonar drifrásum, sem tvinnbíll, dísilbíll, bensínbíll og sem hálfgerður ofurbíll í formi Panamera Turbo S. Heyrst hefur að Panamera hafi lengst, sem og hjólhaf bílsins og að vænn vindkljúfur spretti upp úr bílnum að aftan við tiltekinn hraða.
Porsche ætlar að sýna nýja Panamera á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári.
