Methagnaður Skoda Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 11:22 Svona gæti 7 sæta jeppi Skoda litið út. carwow Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hagnaðist tékkneski bílaframleiðandinn Skoda meira en fyrirtækið hefur áður gert á sama tíma. Hagnaður Skoda nam 104 milljörðum króna og jókst hann um 12,7% frá síðasta ári. Skoda seldi 791.500 bíla á þessum 9 mánuðum og jókst salan um 2,2%. Rekstrartekjur jukust um 5,7% og því hefur hver seldur bíll verið nokkru dýrari í ár en í fyrra. Skoda velti 1.325 milljörðum króna á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Skoda hóf sölu á nýrri kynslóð Superb, stærsta fólksbíls fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hefur honum verið tekið með kostum og á hann þátt í góðri sölu Skoda þetta árið. Uppfærð útgáfa Octavia kemur á markað árið 2017 og líklega líka 7 sæta jeppi sem mun fást með hefðbundnum brunavélum en einnig sem Plug-In-Hybrid bíll. Skoda mun selja yfir 1 milljón bíla í ár en stefnir að því að selja 1,5 milljón bíla innan nokkurra ára. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent
Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hagnaðist tékkneski bílaframleiðandinn Skoda meira en fyrirtækið hefur áður gert á sama tíma. Hagnaður Skoda nam 104 milljörðum króna og jókst hann um 12,7% frá síðasta ári. Skoda seldi 791.500 bíla á þessum 9 mánuðum og jókst salan um 2,2%. Rekstrartekjur jukust um 5,7% og því hefur hver seldur bíll verið nokkru dýrari í ár en í fyrra. Skoda velti 1.325 milljörðum króna á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Skoda hóf sölu á nýrri kynslóð Superb, stærsta fólksbíls fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hefur honum verið tekið með kostum og á hann þátt í góðri sölu Skoda þetta árið. Uppfærð útgáfa Octavia kemur á markað árið 2017 og líklega líka 7 sæta jeppi sem mun fást með hefðbundnum brunavélum en einnig sem Plug-In-Hybrid bíll. Skoda mun selja yfir 1 milljón bíla í ár en stefnir að því að selja 1,5 milljón bíla innan nokkurra ára.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent