Audi R8 E-Tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 11:25 Audi R8 E-Tron við prufur á Nürburgring brautinni. Autoblog Langt er síðan Audi greindi frá áætlunum sínum að framleiða R8 sportbíl sinn sem rafmagnsbíl, en hætti síðan við það. Nú eru þessar áætlanir hinsvegar aftur komnar á kortið og sést hefur til slíks bíls við prufanir á Nürburgring brautinni. Þessi bíll verður með 456 hestafla drifrás og 679 pund-feta togi, nægilegt til að koma þessum ofurbíl í 100 km hraða á um 3 sekúndum. Á myndunum af bílnum að dæma er hann á annarskonar dekkjum en hefðbundinn Audi R8 og inní bílnum eru greinilega einhverskonar mælitæki sem notaðar eru við prófanir á bílnum. Ekki er ljóst hver drægni þessa bíls verður, en líklega eitthvað í ætt við 450 km drægni Tesla Model S og ljóst er að honum verður einmitt stefnt gegn þeim bíl. Þá er bara spurning hvort hann verður dýrari eða ódýrari, en margir munu fagna því að annar valkostur verði í boði sem öflugur rafmagnsbíll og ekki ætti útlitið að skemma fyrir honum þessum. Appelsínugular rendur greina R8 E-Tron frá hefðbundnum R8. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent
Langt er síðan Audi greindi frá áætlunum sínum að framleiða R8 sportbíl sinn sem rafmagnsbíl, en hætti síðan við það. Nú eru þessar áætlanir hinsvegar aftur komnar á kortið og sést hefur til slíks bíls við prufanir á Nürburgring brautinni. Þessi bíll verður með 456 hestafla drifrás og 679 pund-feta togi, nægilegt til að koma þessum ofurbíl í 100 km hraða á um 3 sekúndum. Á myndunum af bílnum að dæma er hann á annarskonar dekkjum en hefðbundinn Audi R8 og inní bílnum eru greinilega einhverskonar mælitæki sem notaðar eru við prófanir á bílnum. Ekki er ljóst hver drægni þessa bíls verður, en líklega eitthvað í ætt við 450 km drægni Tesla Model S og ljóst er að honum verður einmitt stefnt gegn þeim bíl. Þá er bara spurning hvort hann verður dýrari eða ódýrari, en margir munu fagna því að annar valkostur verði í boði sem öflugur rafmagnsbíll og ekki ætti útlitið að skemma fyrir honum þessum. Appelsínugular rendur greina R8 E-Tron frá hefðbundnum R8.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent