Yfirlýsing frá Gróttu: Bann vegna augljósra mistaka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2015 16:53 Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu. Vísir/Stefán Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að Gunnar Andrésson, þjálfari karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, hafi verið dæmdur í leikbann vegna „augljósra mistaka“. Gunnar var dæmdur í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik sinna manna gegn Aftureldingu á laugardag, líkt og kom fram í úrskurði aganefndar sem birtist á heimasíðu HSÍ. Var Gunnar dæmdur í eins leiks bann. Í yfirlýsingunni segir að samskipti Gunnars við dómara leiksins hafi verið takmörkuð, líkt og sjá má á myndbandsupptökum. Þau hafi á engan hátt verðskuldað rautt spjald eða talist sem óíþróttamannsleg framkoma. Enn fremur segir að dómarar hafi hvorki staðfest eftir leik né í agaskýrslu sinni til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til að verðskulda rautt spjald. Gróttumann harma ákvörðun aganefndar HSÍ og segja að um mistök hafi verið að ræða sem hefði mátt leiðrétta í agaskýrslu. Engu að síður muni Gunnar una úrskurðinum og málinu teljist lokið af hálfu Gróttu.Yfirlýsingin í heild sinni: „Handknattleiksdeild Gróttu vill koma eftirfarandi á framfæri vegna leikbanns sem að Gunnar Andrésson, þjálfari mfl.kk hjá félaginu var dæmdur í af aganefnd HSÍ í gær. Í viðtölum að loknum leik Gróttu og Afturelding sl. laugardag þar sem Gunnar Andrésson fékk rautt spjald tók Gunnar þá meðvituðu ákvörðun að tjá sig ekki um þau orð sem að féllu á varamannabekk Gróttu þar sem hann taldi augljóst að dómarar leiksins hefðu gert mistök í hita leiksins. Augljóst er að sjá á myndbandi af atvikunu að samskipti Gunnars og dómara leiksins voru mjög takmörkuð og verðskulduðu á engan hátt rautt spjald eða féllu undir skilgreiningu um óþróttamannslega framkomu. Viðbrögð eftirlitsdómara staðfesta það jafnframt. Dómarar leiksins gátu hvorki eftir leik né í agaskýrslu til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til þess að verðskulda rautt spjald. Eins og Gunnar Andrésson tók fram í viðtali við RÚV að leik loknum voru dómarar leiksins án efa að gera sitt besta. Að því sögðu þá harmar handknattleiksdeild Gróttu að Gunnar Andrésson hafi verið dæmdur í leikbann vegna augljósra mistaka sem hefði verið hægt að leiðrétta í agaskýrslu að leik loknum. Gunnar Andrésson mun taka út sitt leikbann í kvöld gegn FH og þar með telst þessu máli lokið. f.h. handknattleiksdeildar Gróttu Arnar Þorkelsson, formaður“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að Gunnar Andrésson, þjálfari karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, hafi verið dæmdur í leikbann vegna „augljósra mistaka“. Gunnar var dæmdur í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik sinna manna gegn Aftureldingu á laugardag, líkt og kom fram í úrskurði aganefndar sem birtist á heimasíðu HSÍ. Var Gunnar dæmdur í eins leiks bann. Í yfirlýsingunni segir að samskipti Gunnars við dómara leiksins hafi verið takmörkuð, líkt og sjá má á myndbandsupptökum. Þau hafi á engan hátt verðskuldað rautt spjald eða talist sem óíþróttamannsleg framkoma. Enn fremur segir að dómarar hafi hvorki staðfest eftir leik né í agaskýrslu sinni til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til að verðskulda rautt spjald. Gróttumann harma ákvörðun aganefndar HSÍ og segja að um mistök hafi verið að ræða sem hefði mátt leiðrétta í agaskýrslu. Engu að síður muni Gunnar una úrskurðinum og málinu teljist lokið af hálfu Gróttu.Yfirlýsingin í heild sinni: „Handknattleiksdeild Gróttu vill koma eftirfarandi á framfæri vegna leikbanns sem að Gunnar Andrésson, þjálfari mfl.kk hjá félaginu var dæmdur í af aganefnd HSÍ í gær. Í viðtölum að loknum leik Gróttu og Afturelding sl. laugardag þar sem Gunnar Andrésson fékk rautt spjald tók Gunnar þá meðvituðu ákvörðun að tjá sig ekki um þau orð sem að féllu á varamannabekk Gróttu þar sem hann taldi augljóst að dómarar leiksins hefðu gert mistök í hita leiksins. Augljóst er að sjá á myndbandi af atvikunu að samskipti Gunnars og dómara leiksins voru mjög takmörkuð og verðskulduðu á engan hátt rautt spjald eða féllu undir skilgreiningu um óþróttamannslega framkomu. Viðbrögð eftirlitsdómara staðfesta það jafnframt. Dómarar leiksins gátu hvorki eftir leik né í agaskýrslu til HSÍ staðfest hvaða orð Gunnar lét falla til þess að verðskulda rautt spjald. Eins og Gunnar Andrésson tók fram í viðtali við RÚV að leik loknum voru dómarar leiksins án efa að gera sitt besta. Að því sögðu þá harmar handknattleiksdeild Gróttu að Gunnar Andrésson hafi verið dæmdur í leikbann vegna augljósra mistaka sem hefði verið hægt að leiðrétta í agaskýrslu að leik loknum. Gunnar Andrésson mun taka út sitt leikbann í kvöld gegn FH og þar með telst þessu máli lokið. f.h. handknattleiksdeildar Gróttu Arnar Þorkelsson, formaður“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 31-30 | Frábær lokakafli tryggði sigur Seltirninga Grótta vann þriðja leik sinn í röð með naumum sigri á Aftureldingu í Olís-deild karla í dag eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks. 24. október 2015 18:45