8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 10. október 2015 10:45 Ytri Rangá er aflahæsta laxveiðiáin þetta sumarið Þeir eru að reynast ótrúlega sannspáir sem spáðu að þetta yrði eitt af metárunum í Ytri Rangá strax í byrjun. Veiðin hefur verið svakalega góð í ánni meira og mina allt tímabilið þó fyrstu tvær til þrjár vikurnar hafi verið rólegar eins og gefur að skilja. Þegar áin fór loksins í gang var feyknaveiði á fluguna og það jókst bara sem leið á sumarið. Þegar maðkurinn fór niður var þetta ekkert annað en mokveiði og þá fóru að detta inn 600-900 laxa vikur en þar um bil. Veiðin hefur verið feyknagóð á endasprettinum í haust og staðar er sú að alls eru komnir 8408 laxar á land á þessu tímabili sem gerir það að þriðja besta ári Yrtri Rangár frá upphafi en aðeins hefur veiðst meira árin 2008 og 2009. Nú er veitt í ánni í tæpa 10 daga í viðbót og daglega eru að veiðast um og yfir 50 laxar svo það er ekkert óhugsandi að um 500 laxar veiðist í viðbót á þeim tíma. Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar geta klárlega gert góða veiði í Ytri fram til loka því ekki vantar laxinn og ennþá veiðast nokkrir bjartir laxar næstum daglega. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði
Þeir eru að reynast ótrúlega sannspáir sem spáðu að þetta yrði eitt af metárunum í Ytri Rangá strax í byrjun. Veiðin hefur verið svakalega góð í ánni meira og mina allt tímabilið þó fyrstu tvær til þrjár vikurnar hafi verið rólegar eins og gefur að skilja. Þegar áin fór loksins í gang var feyknaveiði á fluguna og það jókst bara sem leið á sumarið. Þegar maðkurinn fór niður var þetta ekkert annað en mokveiði og þá fóru að detta inn 600-900 laxa vikur en þar um bil. Veiðin hefur verið feyknagóð á endasprettinum í haust og staðar er sú að alls eru komnir 8408 laxar á land á þessu tímabili sem gerir það að þriðja besta ári Yrtri Rangár frá upphafi en aðeins hefur veiðst meira árin 2008 og 2009. Nú er veitt í ánni í tæpa 10 daga í viðbót og daglega eru að veiðast um og yfir 50 laxar svo það er ekkert óhugsandi að um 500 laxar veiðist í viðbót á þeim tíma. Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar geta klárlega gert góða veiði í Ytri fram til loka því ekki vantar laxinn og ennþá veiðast nokkrir bjartir laxar næstum daglega.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði