Lincoln Continental frumsýndur í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 09:31 Stjarna New York bílasýningarinnar í ár, stóri lúxusbíllinn Lincoln Continental, verður frumsýndur í endanlegri framleiðsluútgáfu á komandi bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum þann 11. janúar á næsta ári. Lincoln er undirmerki Ford sem framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus er lúxusbílamerki Toyota. Bíllinn er lítið breyttur frá frumútgáfunni og kætir það flesta. Bíllinn mun koma á markað seinna á næsta ári. Hann mun bæði fást með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og verður meðal annars í boði með 3,0 lítra V6 EcoBoost bensínvél frá Ford. Bíllinn verður settur saman í Flat Rock verksmiðju Ford í Michican, en þar eru einnig smíðaðir bílarnir Ford Mustang og Ford Mondeo, sem heitir reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Lincoln Continental mun leysa af hólmi Lincoln MKS og verður framleiðslu þess bíls ekki hætt í verksmiðju Ford í Chicago í ótiltekinn tíma. Tilkoma Continental mun þó vafalaust minnka eftirspurnina eftir MKS og það gefur Ford kost á meiri framleiðslu Ford Explorer jeppans sem mikil eftirspurn er nú eftir. Bílar video Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent
Stjarna New York bílasýningarinnar í ár, stóri lúxusbíllinn Lincoln Continental, verður frumsýndur í endanlegri framleiðsluútgáfu á komandi bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum þann 11. janúar á næsta ári. Lincoln er undirmerki Ford sem framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus er lúxusbílamerki Toyota. Bíllinn er lítið breyttur frá frumútgáfunni og kætir það flesta. Bíllinn mun koma á markað seinna á næsta ári. Hann mun bæði fást með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og verður meðal annars í boði með 3,0 lítra V6 EcoBoost bensínvél frá Ford. Bíllinn verður settur saman í Flat Rock verksmiðju Ford í Michican, en þar eru einnig smíðaðir bílarnir Ford Mustang og Ford Mondeo, sem heitir reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Lincoln Continental mun leysa af hólmi Lincoln MKS og verður framleiðslu þess bíls ekki hætt í verksmiðju Ford í Chicago í ótiltekinn tíma. Tilkoma Continental mun þó vafalaust minnka eftirspurnina eftir MKS og það gefur Ford kost á meiri framleiðslu Ford Explorer jeppans sem mikil eftirspurn er nú eftir.
Bílar video Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent