Sala Audi jókst um 7% í september Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 11:01 Mikil sala á nýjum Audi Q7 jeppa hjálpaði til við góða sölu fyrirtækisins í september. Engu máli skipti fyrir sölu Audi bíla að nokkrir bílar fyrirtækisins hafi í nokkur ár verið með svindlhugbúnað frá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Kaupendur virðast kæra sig kollótta um það og kaupa áfram glæsta lúxusbíla Audi. Salan í september jókst um 7% og er söluaukning ársins hjá Audi nú 3,8% og alls hafa selst 1,35 milljón bílar. Í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna á þriðja fjórðungi ársins er söluaukning Audi góð sagði sölustjóri Audi, Luca de Meo, en hann mun brátt taka yfir sem forstjóri Seat, eins af undirmerkjum Volkswagen. Audi mun kynna 15 nýja eða endurbætta bíla fram að miðju næsta ári og það ætti ef eitthvað er enn að auka sölu á Audi bílum. Salan í Kína hjá Audi jókst um 2,9% og hýfði það heildarsöluna þar í landi næstum upp að sömu tölu á árinu og í fyrra, en söluminnkunin er samt 0,3% í Kína. Athygli vekur að salan í Bandaríkjunum jókst um 16% þrátt fyrir að dísilvélasvindlið hafi uppgötvast þar í landi. Salan í Evrópu jókst um 8,8% í september. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent
Engu máli skipti fyrir sölu Audi bíla að nokkrir bílar fyrirtækisins hafi í nokkur ár verið með svindlhugbúnað frá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Kaupendur virðast kæra sig kollótta um það og kaupa áfram glæsta lúxusbíla Audi. Salan í september jókst um 7% og er söluaukning ársins hjá Audi nú 3,8% og alls hafa selst 1,35 milljón bílar. Í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna á þriðja fjórðungi ársins er söluaukning Audi góð sagði sölustjóri Audi, Luca de Meo, en hann mun brátt taka yfir sem forstjóri Seat, eins af undirmerkjum Volkswagen. Audi mun kynna 15 nýja eða endurbætta bíla fram að miðju næsta ári og það ætti ef eitthvað er enn að auka sölu á Audi bílum. Salan í Kína hjá Audi jókst um 2,9% og hýfði það heildarsöluna þar í landi næstum upp að sömu tölu á árinu og í fyrra, en söluminnkunin er samt 0,3% í Kína. Athygli vekur að salan í Bandaríkjunum jókst um 16% þrátt fyrir að dísilvélasvindlið hafi uppgötvast þar í landi. Salan í Evrópu jókst um 8,8% í september.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent