42% aukning í sölu Opel atvinnubíla Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:45 Opel atvinnubílar. Mikil gleði ríkir í herbúðum Opel þessa dagana. Nýjasta samantekt á bílasölu í Evrópu leiðir í ljós að hlutfallsleg söluaukning í septembermánuði er mest hjá Opel. Í þeim mánuði einum óx hún um 4,7%, eða um 5.200 eintök og leggur sig á 114.100 bíla á ársgrundvelli. Að sama skapi hefur markaðshlutdeild Opel vaxið uppí 6,21%. „Þessi vöxtur hjá okkur er enn ánægjulegri fyrir þá sök að Opel dró sig út af Rússlandsmarkaði. Við erum líka afar bjartsýnir á komandi tíma með hliðsjón af þeim góðu viðbrögðum sem nýju tegundirnar okkar eru að fá ,“ segir Peter Christian Küspert frá Opel Group. Samanburður við sama tímabil í fyrra leiðir í ljós að Opel hefur aukið sölu sína í fólksbílum til almennings á 19 markaðssvæðum. Þá hefur atvinnubílahlutinn hjá Opel átt mikilli velgengni að fagna með 42% aukningu í nýskráningum fyrstu níu mánuði ársins. Vinnuþjarkarnir Movano, Vivaro og Combo eru því augljóslega að slá í gegn hjá sínum markhópi. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Mikil gleði ríkir í herbúðum Opel þessa dagana. Nýjasta samantekt á bílasölu í Evrópu leiðir í ljós að hlutfallsleg söluaukning í septembermánuði er mest hjá Opel. Í þeim mánuði einum óx hún um 4,7%, eða um 5.200 eintök og leggur sig á 114.100 bíla á ársgrundvelli. Að sama skapi hefur markaðshlutdeild Opel vaxið uppí 6,21%. „Þessi vöxtur hjá okkur er enn ánægjulegri fyrir þá sök að Opel dró sig út af Rússlandsmarkaði. Við erum líka afar bjartsýnir á komandi tíma með hliðsjón af þeim góðu viðbrögðum sem nýju tegundirnar okkar eru að fá ,“ segir Peter Christian Küspert frá Opel Group. Samanburður við sama tímabil í fyrra leiðir í ljós að Opel hefur aukið sölu sína í fólksbílum til almennings á 19 markaðssvæðum. Þá hefur atvinnubílahlutinn hjá Opel átt mikilli velgengni að fagna með 42% aukningu í nýskráningum fyrstu níu mánuði ársins. Vinnuþjarkarnir Movano, Vivaro og Combo eru því augljóslega að slá í gegn hjá sínum markhópi.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent