VW innkallar 100.000 bíla í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:23 Innkallanir dísilbíla Volkswagen eru hafnar. Autoblog Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent
Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent