Fimm borgir með ökumannslausa strætisvagna Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 12:19 Útsýnið úr einum þessara strætisvagna. Gizmodo Margir bílaframleiðendur eru nú að þróa búnað í bíla sína sem gerir þeim kleift að komast leiðar sinnar á öruggan hátt án ökumanns. Opinberir aðilar horfa mjög til þessarar tækni varðandi strætisvagna því með henni sparast launakostnaður bílstjóra þeirra. Nú þegar aka strætisvagnar án ökumanns um 5 borgir heimsins. Fjórar þeirra eru í Evróu og ein í Kína. Allir eiga þessir vagnar það sameiginlegt að vera smávaxnir, fara fremur hægt á milli staða og vera ekki í mikilli umferð, því fyllsta öryggis þarf að gæta við þessar prófanir. Í Lausanne í Sviss hefur smávaxinn vagn ekið sl. 6 mánuði 2,5 km leið á háskólasvæði borgarinnar og skutlar stúdentum og kennurum á milli bygginga og enginn er bílstjórinn. Hann stoppar meðal annars við lestarstöð í nágrenni skólans. Enginn slys hafa orðið vegna aksturs þessa strætisvagns. Í Trikala í norðurhluta Grikklands ekur strætisvagn svipaða vegalengd á sérstakri akrein að hluta, en þess á milli meðal annarra bíla og þar hafa engine slys hent heldur. Í Kína ekur strætisvagn 32 km leið milli borganna Zhengzhou og Kaifeng og þar fer hann á allt að 65 km hraða og skiptir um akrein eftir þörfum og lendir á ljósum. Í þeim vagni er reyndar starfmaður til að byrja með sem ekki hefur enn þurft að grípa inní akstur vagnsins og leiðist örugglega mikið. Í Wageningen í Hollandi er afar smávaxinn vagn sem tekur aðeins 6 farþega og ekur hring sem tekur um 17 mínútur að fara og skutlar fólki á milli staða án bílstjóra. Í Milton Keynes í Bretlandi er í prufu strætisvagn sem tekur 30 manns og skutlar fólki milli staða í miðborginni. Þeim mun örugglega fjölga mjög strætisvögnunum í borgum heimsins á næstu árum sem ekki eru með neinn bílstjóra heldur treystir aðeins á þá fullkomnu tækni sem bílaframleiðendur gera nú betur og betur úr garði. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Margir bílaframleiðendur eru nú að þróa búnað í bíla sína sem gerir þeim kleift að komast leiðar sinnar á öruggan hátt án ökumanns. Opinberir aðilar horfa mjög til þessarar tækni varðandi strætisvagna því með henni sparast launakostnaður bílstjóra þeirra. Nú þegar aka strætisvagnar án ökumanns um 5 borgir heimsins. Fjórar þeirra eru í Evróu og ein í Kína. Allir eiga þessir vagnar það sameiginlegt að vera smávaxnir, fara fremur hægt á milli staða og vera ekki í mikilli umferð, því fyllsta öryggis þarf að gæta við þessar prófanir. Í Lausanne í Sviss hefur smávaxinn vagn ekið sl. 6 mánuði 2,5 km leið á háskólasvæði borgarinnar og skutlar stúdentum og kennurum á milli bygginga og enginn er bílstjórinn. Hann stoppar meðal annars við lestarstöð í nágrenni skólans. Enginn slys hafa orðið vegna aksturs þessa strætisvagns. Í Trikala í norðurhluta Grikklands ekur strætisvagn svipaða vegalengd á sérstakri akrein að hluta, en þess á milli meðal annarra bíla og þar hafa engine slys hent heldur. Í Kína ekur strætisvagn 32 km leið milli borganna Zhengzhou og Kaifeng og þar fer hann á allt að 65 km hraða og skiptir um akrein eftir þörfum og lendir á ljósum. Í þeim vagni er reyndar starfmaður til að byrja með sem ekki hefur enn þurft að grípa inní akstur vagnsins og leiðist örugglega mikið. Í Wageningen í Hollandi er afar smávaxinn vagn sem tekur aðeins 6 farþega og ekur hring sem tekur um 17 mínútur að fara og skutlar fólki á milli staða án bílstjóra. Í Milton Keynes í Bretlandi er í prufu strætisvagn sem tekur 30 manns og skutlar fólki milli staða í miðborginni. Þeim mun örugglega fjölga mjög strætisvögnunum í borgum heimsins á næstu árum sem ekki eru með neinn bílstjóra heldur treystir aðeins á þá fullkomnu tækni sem bílaframleiðendur gera nú betur og betur úr garði.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent