Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. október 2015 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton í sjónvarpskappræðum demókrata á þriðjudagskvöld. vísir/epa Hillary Clinton fékk á þriðjudagskvöldið tækifæri til að koma höggi á mótherja sinn, Bernie Sanders, og sakaði hann um linkind gagnvart byssuframleiðendum og skotvopnafíklum í Bandaríkjunum. „Nei, alls ekki,“ svaraði hún þegar stjórnandi sjónvarpskappræðna demókrata spurði hvort hún teldi Sanders nægilega harðan í byssumálinu. „Sanders öldungadeildarþingmaður greiddi fimm sinnum atkvæði gegn Brady-frumvarpinu. Eftir að það var samþykkt hefur í meira en tvær milljónir skipta verið komið í veg fyrir byssukaup,“ sagði Clinton í kappræðunum, þar sem fimm demókratar tókust á um það hver þeirra eigi að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Sanders svaraði því til að vissulega vildi hann stranga byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Í þessu tiltekna frumvarpi hefðu hins vegar verið ýmis ákvæði sem hann gat ekki sætt sig við. Svo vísaði hann til þess að kjósendur hans í Vermont væru ekki sérlega áhugasamir um stranga byssulöggjöf: „Ég kem úr dreifbýlisríki og afstaðan til skotvopnaeftirlits er önnur í dreifbýlisríkjum en í þéttbýlisríkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þau Clinton deildu um ýmis önnur mál í kappræðunum en voru hins vegar alveg á einu máli um tölvupóstavandræðin sem andstæðingar þeirra hafa verið að velta Clinton upp úr. „Ég held að bandaríska þjóðin sé búin að fá miklu meira en nóg af því að heyra um fjárans tölvupóstana þína,“ sagði Sanders, og þá brosti Clinton breitt, þakkaði honum fyrir og tók í höndina á honum. Þrír aðrir demókratar tóku þátt í sjónvarpskappræðunum og sækjast allir eftir að verða forsetaefni flokks síns í kosningunum, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Þetta eru þeir Martin O'Malley, Lincoln Chafee og Jim Webb. Enginn þeirra mælist með minnstu möguleika í skoðanakönnunum. Þar gnæfir Clinton enn yfir aðra, með 43,3 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu samantekt á vefsíðunni Realclearpolitics.com. Sanders mælist þar með 25 prósent og Joe Biden varaforseti er í þriðja sæti, með rúm 17, þrátt fyrir að hafa ekki blandað sér í slaginn. Hann hefur enn ekki tekið af skarið og hvorki lýst yfir framboði né útilokað það. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Hillary Clinton fékk á þriðjudagskvöldið tækifæri til að koma höggi á mótherja sinn, Bernie Sanders, og sakaði hann um linkind gagnvart byssuframleiðendum og skotvopnafíklum í Bandaríkjunum. „Nei, alls ekki,“ svaraði hún þegar stjórnandi sjónvarpskappræðna demókrata spurði hvort hún teldi Sanders nægilega harðan í byssumálinu. „Sanders öldungadeildarþingmaður greiddi fimm sinnum atkvæði gegn Brady-frumvarpinu. Eftir að það var samþykkt hefur í meira en tvær milljónir skipta verið komið í veg fyrir byssukaup,“ sagði Clinton í kappræðunum, þar sem fimm demókratar tókust á um það hver þeirra eigi að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Sanders svaraði því til að vissulega vildi hann stranga byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Í þessu tiltekna frumvarpi hefðu hins vegar verið ýmis ákvæði sem hann gat ekki sætt sig við. Svo vísaði hann til þess að kjósendur hans í Vermont væru ekki sérlega áhugasamir um stranga byssulöggjöf: „Ég kem úr dreifbýlisríki og afstaðan til skotvopnaeftirlits er önnur í dreifbýlisríkjum en í þéttbýlisríkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þau Clinton deildu um ýmis önnur mál í kappræðunum en voru hins vegar alveg á einu máli um tölvupóstavandræðin sem andstæðingar þeirra hafa verið að velta Clinton upp úr. „Ég held að bandaríska þjóðin sé búin að fá miklu meira en nóg af því að heyra um fjárans tölvupóstana þína,“ sagði Sanders, og þá brosti Clinton breitt, þakkaði honum fyrir og tók í höndina á honum. Þrír aðrir demókratar tóku þátt í sjónvarpskappræðunum og sækjast allir eftir að verða forsetaefni flokks síns í kosningunum, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Þetta eru þeir Martin O'Malley, Lincoln Chafee og Jim Webb. Enginn þeirra mælist með minnstu möguleika í skoðanakönnunum. Þar gnæfir Clinton enn yfir aðra, með 43,3 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu samantekt á vefsíðunni Realclearpolitics.com. Sanders mælist þar með 25 prósent og Joe Biden varaforseti er í þriðja sæti, með rúm 17, þrátt fyrir að hafa ekki blandað sér í slaginn. Hann hefur enn ekki tekið af skarið og hvorki lýst yfir framboði né útilokað það.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00