Grimmasti Volvoinn Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 14:40 Volvo hefur ákveðið að snúa aftur í FIA World Touring Car Championship (WTCC) keppnisröðina og það með stíl. Volvo mun tefla fram þessum S60 Polestar TC1 keppnisbíl sem lítur út fyrir að vera grimmasti bíll sem Volvo hefur nokkurntíma sent frá sér. Ef til vill eru ekki margir sem muna eftir því að Volvo var á tíma með mikla yfirburði í touring keppnum á níunda áratug síðustu aldar með Volvo 240 Turbo race bílum sínum. Þessi nýi S60 Polestar bíll er 400 hestöfl og er með nýju Drive-E vél Volvo. Volvo gerir ráð fyrir því að þessum bíl verði teflt fram í nokkur ár í WTCC keppnunum og hefur mikla trú á getu hans. Polestar Cyan Racing er keppnislið á vegum Polestar, sem er breytingafyrirtæki Volvo. Liðið var stofnað árið 1996 og hefur unnið margar aksturskeppnirnar síðan. Polestar Cyan Racing mun semsagt keppa á þessum nýja bíl og ætlar að gera atlögu að sigrí í WTCC á næsta keppnistímabili. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent
Volvo hefur ákveðið að snúa aftur í FIA World Touring Car Championship (WTCC) keppnisröðina og það með stíl. Volvo mun tefla fram þessum S60 Polestar TC1 keppnisbíl sem lítur út fyrir að vera grimmasti bíll sem Volvo hefur nokkurntíma sent frá sér. Ef til vill eru ekki margir sem muna eftir því að Volvo var á tíma með mikla yfirburði í touring keppnum á níunda áratug síðustu aldar með Volvo 240 Turbo race bílum sínum. Þessi nýi S60 Polestar bíll er 400 hestöfl og er með nýju Drive-E vél Volvo. Volvo gerir ráð fyrir því að þessum bíl verði teflt fram í nokkur ár í WTCC keppnunum og hefur mikla trú á getu hans. Polestar Cyan Racing er keppnislið á vegum Polestar, sem er breytingafyrirtæki Volvo. Liðið var stofnað árið 1996 og hefur unnið margar aksturskeppnirnar síðan. Polestar Cyan Racing mun semsagt keppa á þessum nýja bíl og ætlar að gera atlögu að sigrí í WTCC á næsta keppnistímabili.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent