Mikil forsala á Ford Focus RS Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 15:11 Ford Focus RS safnar dollurunum í veski Ford. Svo mikil er eftirspurnin eftir nýjum Ford Focus RS að bara í Bretlandi hafa 1.500 kaupendur skráð sig fyrir bílnum öfluga. Þessi nýja gerð Ford Focus RS er 350 hestöfl, fjórhjóladrifin og mér sér akstursstillingu fyrir “drift”. Ford hefur ekki enn gefið upp forsölutölur í Bandaríkjunum en búist er við því að þær séu helmingi hærri. Það er því nokkuð magnað að þó svo enginn hafi enn ekið þessum bíl, nema prófunarmenn Ford, þá er hátt í 5.000 manns búnir að skrifa sig fyrir eintaki af honum. Margir af þeim sem þegar hafa pantað bílinn eru eigendur eldri gerða Focus RS. Margir þeirra hafa að auki sérpantað viðbætur í bílinn, svo sem Recaro keppnissæti, 19 tommu svartar felgur, sóllúgu og leiðsögutæki. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent
Svo mikil er eftirspurnin eftir nýjum Ford Focus RS að bara í Bretlandi hafa 1.500 kaupendur skráð sig fyrir bílnum öfluga. Þessi nýja gerð Ford Focus RS er 350 hestöfl, fjórhjóladrifin og mér sér akstursstillingu fyrir “drift”. Ford hefur ekki enn gefið upp forsölutölur í Bandaríkjunum en búist er við því að þær séu helmingi hærri. Það er því nokkuð magnað að þó svo enginn hafi enn ekið þessum bíl, nema prófunarmenn Ford, þá er hátt í 5.000 manns búnir að skrifa sig fyrir eintaki af honum. Margir af þeim sem þegar hafa pantað bílinn eru eigendur eldri gerða Focus RS. Margir þeirra hafa að auki sérpantað viðbætur í bílinn, svo sem Recaro keppnissæti, 19 tommu svartar felgur, sóllúgu og leiðsögutæki.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent