Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍR 31-29 | Frábær lokakafli Seltirninga gerði útslagið Kristinn Páll Teitsson í Hertz-höllinni skrifar 15. október 2015 21:45 Aron Dagur Pálsson, leikmaður Gróttu. vísir/vilhelm Frábær lokakafli Seltirninga gerði út um leikinn í 31-29 sigri á ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en eftir að hafa verið sex mörkum undir þegar fimmtán mínútur voru eftir tókst Gróttu að snúa taflinu sér í hag. Leikmenn Gróttu unnu annan leik tímabilsins með góðum sigri á Akureyri í umferðinni á undan en lítið hefur gengið hjá Breiðhyltingum undanfarnar vikur. Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins hafði liðið tapað fjórum leikjum í röð. Það var ekki hægt að sjá að það vantaði sjálfstraust í ÍR-ingana í upphafi leiksins en eftir aðeins sjö mínútur neyddist Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, til þess taka leikhlé í stöðunni 1-6. Mættu leikmenn liðsins einfaldlega ekki til leiks og stefndi allt í að liðinu yrði einfaldlega slátrað. Sú ákvörðun reyndist rétt þar sem leikmenn Gróttu virtust vakna til lífsins við þetta og náðu að minnka forskotið niður í tvö mörk um miðbik fyrri hálfleiks. Breiðhyltingar tóku hinsvegar aftur við sér í stöðunni 6-8 og náðu fjögurra marka forskoti sem þeir tóku inn í hálfleikinn í stöðunni 15-11. Breiðhyltingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu þegar mest var sex marka forskoti í stöðunni á 40. mínútu í stöðunni 16-22 en aftur virtist það vekja leikmenn Gróttu til lífsins. Á næstu fimmtán mínútum settu Seltirningar einfaldlega í lás og náðu að jafna metin í stöðunni 26-26 þegar rúmlega átta mínútur voru til leiksloka. Liðin skiptust á mörkum næstu mínútur leiksins en á lokamínútum leiksins voru leikmenn Gróttu einfaldlega kaldari og steig Viggó Kristjánsson sérstaklega upp en hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum liðsins. Í liði Gróttu áttu hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson, Viggó og markvörðurinn Lárus Gunnarsson fantagóða leiki. Júlíus og Viggó voru atkvæðamestir í liði Gróttu með 9 mörk en Lárus kom inn af bekknum fyrir nafna sinn í markið og varði oft á köflum frábærlega. Í liði ÍR voru það helst Arnar Birkir Hálfdánarsson og Bjarni Fritzson sem léku vel í leiknum en Arnór Freyr Stefánsson náði sér ekki jafn vel á strik í seinni hálfleik eftir fína frammistöðu í fyrri hálfleik.Gunnar: Ekki leikur fyrir viðkvæmar taugar „Þetta var gríðarlega sætur sigur, við áttum í basli lengi vel í leiknum og langt frá okkar besta í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, sáttur að leik loknum í kvöld. „Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir brugðust við í seinni hálfleik, þeir sýndu mikinn karakter og baráttu í vörninni. Svo voru Viggó og Júlíus frábærir í sóknarleiknum.“ Grótta var sex mörkum undir þegar korter var til leiksloka en náði að snúa leiknum sér í hag á lokamínútunum. „Það er erfitt að svara því hvað gerðist en það var ágætis vakning þegar við lentum sex mörkum undir. Við vorum að bíða eftir því að við myndum hrökkva í gír og næðum hraðaupphlaupum og auðveldum mörkum.“ Boðið var upp á dramatík á lokamínútu leiksins en Grótta tapaði boltanum einu marki yfir þegar þrjátíu sekúndur voru til leiksloka. Finnur Ingi Stefánsson vann hinsvegar boltann aftur og bjargaði liðsfélögum sínum fyrir horn. „Þetta var ekki leikur fyrir viðkvæmar taugar, ég tek undir það en kannski er þetta eitthvað sem við áttum inni eftir dramatíkina í Safamýrinni.“ Grótta hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir fimm marka sigur á Akureyri í síðustu umferð. „Það er mikill léttir, það er búið að vera mikill stígandi í leiknum okkar og núna fáum við loksins smá andrými milli leikja. Við erum bara held ég heilt yfir sáttir eftir þetta hraðmót,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við byrjuðum vel í fyrstu 2 leikjunum en svo fengum við tvo leiki þar sem við vorum langt undir getu. Það var ákveðinn skellur sú spilamennska og bauð okkur velkomna í efstu deild. Við vorum langt frá okkar besta en eftir ótalmarga myndbandsfundi er spilamennskan að verða sífellt betri.“Einar: Júlíus var í landsliðsklassa í kvöld „Ég skil eiginlega ekki hvernig við gátum tapað þessu, þetta var tapleikurinn sem verður hvað mest svekkjandi í vetur,“ sagði Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, svekktur eftir leikinn í kvöld. „Við vorum miklu betri aðilinn í 45 mínútur og vorum með 5 marka forskot þegar korter er eftir en þá einfaldlega hættu strákarnir að sækja. Skotin þeirra fóru að detta inn og við vorum í skotgröfunum okkar,“ sagði Einar sem hreifst af Júlíusi Þóri Stefánssyni í kvöld. „Hann var einfaldlega í landsliðsklassa í kvöld og ég verð að hrósa honum fyrir það. Þrátt fyrir að við værum í yfirtölu tókst honum alltaf að komast inn og klára færin. Ég verð að hrósa liðinu þeirra að koma til baka en að mínu mati er þetta algjörlega okkar mistök.“ Einar kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis hjá ÍR á síðasta korterinu. „Við gerum allir mistök, þar á meðal ég að breyta ekki eftir nokkrar mínútur í seinni hálfleik þegar við fengum ekkert úr nokkrum stöðum á vellinum. Það er eiginlega sorglegt að tapa þessu eftir frábæra frammistöðu í 45 mínútur. Þetta var ekki kæruleysi að mínu mati, við bara bökkuðum of mikið og hættum að sækja. Við vorum að reyna að verja eitthvað frekar en að sækja á þá.“ Eftir fjóra sigurleiki í upphafi tímabilsins hefur ÍR nú tapað fimm leikjum í röð. „Þetta er eflaust eitthvað farið að setjast í hópinn en við getum ekkert velt okkur upp úr þessu. Við verðum bara að gera betur í næsta leik og vinna hann. Það er erfitt að tapa leikjum en við erum þannig lið að ef við erum ekki 100% töpum við leikjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í raun vonsvikinn eftir tapleik.“Viggó: Kominn tími á að vinna á heimavelli „Þetta var hrikalega sætt, sérstaklega eftir það hversu illa við byrjuðum seinni hálfleikinn,“ sagði Viggó Kristjánsson, leikmaður Gróttu, alsæll eftir leikinn í kvöld. „Við duttum í hálfgert vonleysi í byrjun seinni hálfleiks og maður hafði varla trú á því að við gætum náð þessu sem gerir þetta enn sætara.“ ÍR-ingar voru mun betri á fyrstu mínútum fyrri- og seinni hálfleiks og lenti Grótta um tíma sex mörkum undir. „Þeir voru að spila góða vörn, fastir fyrir og við áttum í vandræðum en þegar leið á hálfleikinn tókst okkur að leysa það betur og ógna mun betur. Þetta var sannkallaður liðsheildar sigur, ég held að Júlli hafi verið með einhver hundrað mörk á fyrstu 40 mínútum leiksins,“ sagði Viggó sem steig síðan sjálfur upp á lokakaflanum. „Það var kominn tími á að vinna á heimavelli, það var komið of langt frá síðasta heimasigri. Ég gat skotið meira í fyrri hálfleik og byrjun seinni og þegar ég fór að skjóta voru skotin sem betur fer að rata í netið.“ Viggó segir að leikmenn Gróttu setji töluverða pressu á sjálfa sig. „Við ætluðum allan tímann að vinna þennan leik og núna erum við komnir með sex stig og smá öndunarrými frá Akureyri og Víking. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og safna stigum á heimavelli, annars erum við ekkert í deildinni að ári,“ sagði Viggó. Leikirnir í kvöld voru hluti af 9. umferð Olís-deildar karla en það þýðir að fyrstu umferð af þremur er lokið. „Síðustu 3-4 leikir hafa verið fínir en fyrstu leikirnir fyrir utan FH voru einfaldlega lélegir. Spilamennska okkar hefur batnað með hverjum leiknum og við getum vonandi bara haldið því áfram. Við ætlum okkur að halda okkur í deildinni í vetur.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Frábær lokakafli Seltirninga gerði út um leikinn í 31-29 sigri á ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en eftir að hafa verið sex mörkum undir þegar fimmtán mínútur voru eftir tókst Gróttu að snúa taflinu sér í hag. Leikmenn Gróttu unnu annan leik tímabilsins með góðum sigri á Akureyri í umferðinni á undan en lítið hefur gengið hjá Breiðhyltingum undanfarnar vikur. Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins hafði liðið tapað fjórum leikjum í röð. Það var ekki hægt að sjá að það vantaði sjálfstraust í ÍR-ingana í upphafi leiksins en eftir aðeins sjö mínútur neyddist Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, til þess taka leikhlé í stöðunni 1-6. Mættu leikmenn liðsins einfaldlega ekki til leiks og stefndi allt í að liðinu yrði einfaldlega slátrað. Sú ákvörðun reyndist rétt þar sem leikmenn Gróttu virtust vakna til lífsins við þetta og náðu að minnka forskotið niður í tvö mörk um miðbik fyrri hálfleiks. Breiðhyltingar tóku hinsvegar aftur við sér í stöðunni 6-8 og náðu fjögurra marka forskoti sem þeir tóku inn í hálfleikinn í stöðunni 15-11. Breiðhyltingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu þegar mest var sex marka forskoti í stöðunni á 40. mínútu í stöðunni 16-22 en aftur virtist það vekja leikmenn Gróttu til lífsins. Á næstu fimmtán mínútum settu Seltirningar einfaldlega í lás og náðu að jafna metin í stöðunni 26-26 þegar rúmlega átta mínútur voru til leiksloka. Liðin skiptust á mörkum næstu mínútur leiksins en á lokamínútum leiksins voru leikmenn Gróttu einfaldlega kaldari og steig Viggó Kristjánsson sérstaklega upp en hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum liðsins. Í liði Gróttu áttu hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson, Viggó og markvörðurinn Lárus Gunnarsson fantagóða leiki. Júlíus og Viggó voru atkvæðamestir í liði Gróttu með 9 mörk en Lárus kom inn af bekknum fyrir nafna sinn í markið og varði oft á köflum frábærlega. Í liði ÍR voru það helst Arnar Birkir Hálfdánarsson og Bjarni Fritzson sem léku vel í leiknum en Arnór Freyr Stefánsson náði sér ekki jafn vel á strik í seinni hálfleik eftir fína frammistöðu í fyrri hálfleik.Gunnar: Ekki leikur fyrir viðkvæmar taugar „Þetta var gríðarlega sætur sigur, við áttum í basli lengi vel í leiknum og langt frá okkar besta í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, sáttur að leik loknum í kvöld. „Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir brugðust við í seinni hálfleik, þeir sýndu mikinn karakter og baráttu í vörninni. Svo voru Viggó og Júlíus frábærir í sóknarleiknum.“ Grótta var sex mörkum undir þegar korter var til leiksloka en náði að snúa leiknum sér í hag á lokamínútunum. „Það er erfitt að svara því hvað gerðist en það var ágætis vakning þegar við lentum sex mörkum undir. Við vorum að bíða eftir því að við myndum hrökkva í gír og næðum hraðaupphlaupum og auðveldum mörkum.“ Boðið var upp á dramatík á lokamínútu leiksins en Grótta tapaði boltanum einu marki yfir þegar þrjátíu sekúndur voru til leiksloka. Finnur Ingi Stefánsson vann hinsvegar boltann aftur og bjargaði liðsfélögum sínum fyrir horn. „Þetta var ekki leikur fyrir viðkvæmar taugar, ég tek undir það en kannski er þetta eitthvað sem við áttum inni eftir dramatíkina í Safamýrinni.“ Grótta hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir fimm marka sigur á Akureyri í síðustu umferð. „Það er mikill léttir, það er búið að vera mikill stígandi í leiknum okkar og núna fáum við loksins smá andrými milli leikja. Við erum bara held ég heilt yfir sáttir eftir þetta hraðmót,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við byrjuðum vel í fyrstu 2 leikjunum en svo fengum við tvo leiki þar sem við vorum langt undir getu. Það var ákveðinn skellur sú spilamennska og bauð okkur velkomna í efstu deild. Við vorum langt frá okkar besta en eftir ótalmarga myndbandsfundi er spilamennskan að verða sífellt betri.“Einar: Júlíus var í landsliðsklassa í kvöld „Ég skil eiginlega ekki hvernig við gátum tapað þessu, þetta var tapleikurinn sem verður hvað mest svekkjandi í vetur,“ sagði Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, svekktur eftir leikinn í kvöld. „Við vorum miklu betri aðilinn í 45 mínútur og vorum með 5 marka forskot þegar korter er eftir en þá einfaldlega hættu strákarnir að sækja. Skotin þeirra fóru að detta inn og við vorum í skotgröfunum okkar,“ sagði Einar sem hreifst af Júlíusi Þóri Stefánssyni í kvöld. „Hann var einfaldlega í landsliðsklassa í kvöld og ég verð að hrósa honum fyrir það. Þrátt fyrir að við værum í yfirtölu tókst honum alltaf að komast inn og klára færin. Ég verð að hrósa liðinu þeirra að koma til baka en að mínu mati er þetta algjörlega okkar mistök.“ Einar kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis hjá ÍR á síðasta korterinu. „Við gerum allir mistök, þar á meðal ég að breyta ekki eftir nokkrar mínútur í seinni hálfleik þegar við fengum ekkert úr nokkrum stöðum á vellinum. Það er eiginlega sorglegt að tapa þessu eftir frábæra frammistöðu í 45 mínútur. Þetta var ekki kæruleysi að mínu mati, við bara bökkuðum of mikið og hættum að sækja. Við vorum að reyna að verja eitthvað frekar en að sækja á þá.“ Eftir fjóra sigurleiki í upphafi tímabilsins hefur ÍR nú tapað fimm leikjum í röð. „Þetta er eflaust eitthvað farið að setjast í hópinn en við getum ekkert velt okkur upp úr þessu. Við verðum bara að gera betur í næsta leik og vinna hann. Það er erfitt að tapa leikjum en við erum þannig lið að ef við erum ekki 100% töpum við leikjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í raun vonsvikinn eftir tapleik.“Viggó: Kominn tími á að vinna á heimavelli „Þetta var hrikalega sætt, sérstaklega eftir það hversu illa við byrjuðum seinni hálfleikinn,“ sagði Viggó Kristjánsson, leikmaður Gróttu, alsæll eftir leikinn í kvöld. „Við duttum í hálfgert vonleysi í byrjun seinni hálfleiks og maður hafði varla trú á því að við gætum náð þessu sem gerir þetta enn sætara.“ ÍR-ingar voru mun betri á fyrstu mínútum fyrri- og seinni hálfleiks og lenti Grótta um tíma sex mörkum undir. „Þeir voru að spila góða vörn, fastir fyrir og við áttum í vandræðum en þegar leið á hálfleikinn tókst okkur að leysa það betur og ógna mun betur. Þetta var sannkallaður liðsheildar sigur, ég held að Júlli hafi verið með einhver hundrað mörk á fyrstu 40 mínútum leiksins,“ sagði Viggó sem steig síðan sjálfur upp á lokakaflanum. „Það var kominn tími á að vinna á heimavelli, það var komið of langt frá síðasta heimasigri. Ég gat skotið meira í fyrri hálfleik og byrjun seinni og þegar ég fór að skjóta voru skotin sem betur fer að rata í netið.“ Viggó segir að leikmenn Gróttu setji töluverða pressu á sjálfa sig. „Við ætluðum allan tímann að vinna þennan leik og núna erum við komnir með sex stig og smá öndunarrými frá Akureyri og Víking. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og safna stigum á heimavelli, annars erum við ekkert í deildinni að ári,“ sagði Viggó. Leikirnir í kvöld voru hluti af 9. umferð Olís-deildar karla en það þýðir að fyrstu umferð af þremur er lokið. „Síðustu 3-4 leikir hafa verið fínir en fyrstu leikirnir fyrir utan FH voru einfaldlega lélegir. Spilamennska okkar hefur batnað með hverjum leiknum og við getum vonandi bara haldið því áfram. Við ætlum okkur að halda okkur í deildinni í vetur.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira