Grátleg örlög ofurbíls Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 15:28 Það er grátlegt til þess að vita að þessi 1.000 hestafla Audi RS6 sé nú askan ein eftir að bíræfnir þjófar stálu honum á bensínstöð og kveiktu síðan í honum. Eins á myndinni sést hefur honum verið mikið breytt og afl hans t.d. aukið úr 560 hestöflum í 1.000. Bíllinn var áður í eigu Svíans Jon Olsson sem þekktur er fyrir að aka djarflega breyttum Audi bílum á norðlægum slóðum og til eru mörg myndbönd frá á Youtube. Bíllinn seldi hann hinsvegar til Hollendingsins Doywe Leitner. Leitner var ásamt upptökuliði að taka upp auglýsingamyndband, en þurfti að koma við á bensínstöð. Þangað komu einnig tveir vopnaðir þjófar sem stálu bílnum, sem var í gangi. Þeir yfirgáfu bensínstöðina á ógnarhraða, enda bíllinn ansi öflugur, en þegar þeir þóttust hólpnir með fenginn drápu þeir á bílnum. Þeim tókst þó ekki að ræsa bílinn aftur þar sem eigandi hans var með lykilinn að honum enn í vasanum. Við það virðast þeir hafa reiðst og brugðið til þess ráðs að kveikja í bílnum. Fannst hann nokkrum klukkustundum síðar sem rústir einar. Þar fór flottur bíll fyrir lítið og hafi þjófarnir skömm fyrir. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Það er grátlegt til þess að vita að þessi 1.000 hestafla Audi RS6 sé nú askan ein eftir að bíræfnir þjófar stálu honum á bensínstöð og kveiktu síðan í honum. Eins á myndinni sést hefur honum verið mikið breytt og afl hans t.d. aukið úr 560 hestöflum í 1.000. Bíllinn var áður í eigu Svíans Jon Olsson sem þekktur er fyrir að aka djarflega breyttum Audi bílum á norðlægum slóðum og til eru mörg myndbönd frá á Youtube. Bíllinn seldi hann hinsvegar til Hollendingsins Doywe Leitner. Leitner var ásamt upptökuliði að taka upp auglýsingamyndband, en þurfti að koma við á bensínstöð. Þangað komu einnig tveir vopnaðir þjófar sem stálu bílnum, sem var í gangi. Þeir yfirgáfu bensínstöðina á ógnarhraða, enda bíllinn ansi öflugur, en þegar þeir þóttust hólpnir með fenginn drápu þeir á bílnum. Þeim tókst þó ekki að ræsa bílinn aftur þar sem eigandi hans var með lykilinn að honum enn í vasanum. Við það virðast þeir hafa reiðst og brugðið til þess ráðs að kveikja í bílnum. Fannst hann nokkrum klukkustundum síðar sem rústir einar. Þar fór flottur bíll fyrir lítið og hafi þjófarnir skömm fyrir.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent