Grátleg örlög ofurbíls Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 15:28 Það er grátlegt til þess að vita að þessi 1.000 hestafla Audi RS6 sé nú askan ein eftir að bíræfnir þjófar stálu honum á bensínstöð og kveiktu síðan í honum. Eins á myndinni sést hefur honum verið mikið breytt og afl hans t.d. aukið úr 560 hestöflum í 1.000. Bíllinn var áður í eigu Svíans Jon Olsson sem þekktur er fyrir að aka djarflega breyttum Audi bílum á norðlægum slóðum og til eru mörg myndbönd frá á Youtube. Bíllinn seldi hann hinsvegar til Hollendingsins Doywe Leitner. Leitner var ásamt upptökuliði að taka upp auglýsingamyndband, en þurfti að koma við á bensínstöð. Þangað komu einnig tveir vopnaðir þjófar sem stálu bílnum, sem var í gangi. Þeir yfirgáfu bensínstöðina á ógnarhraða, enda bíllinn ansi öflugur, en þegar þeir þóttust hólpnir með fenginn drápu þeir á bílnum. Þeim tókst þó ekki að ræsa bílinn aftur þar sem eigandi hans var með lykilinn að honum enn í vasanum. Við það virðast þeir hafa reiðst og brugðið til þess ráðs að kveikja í bílnum. Fannst hann nokkrum klukkustundum síðar sem rústir einar. Þar fór flottur bíll fyrir lítið og hafi þjófarnir skömm fyrir. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent
Það er grátlegt til þess að vita að þessi 1.000 hestafla Audi RS6 sé nú askan ein eftir að bíræfnir þjófar stálu honum á bensínstöð og kveiktu síðan í honum. Eins á myndinni sést hefur honum verið mikið breytt og afl hans t.d. aukið úr 560 hestöflum í 1.000. Bíllinn var áður í eigu Svíans Jon Olsson sem þekktur er fyrir að aka djarflega breyttum Audi bílum á norðlægum slóðum og til eru mörg myndbönd frá á Youtube. Bíllinn seldi hann hinsvegar til Hollendingsins Doywe Leitner. Leitner var ásamt upptökuliði að taka upp auglýsingamyndband, en þurfti að koma við á bensínstöð. Þangað komu einnig tveir vopnaðir þjófar sem stálu bílnum, sem var í gangi. Þeir yfirgáfu bensínstöðina á ógnarhraða, enda bíllinn ansi öflugur, en þegar þeir þóttust hólpnir með fenginn drápu þeir á bílnum. Þeim tókst þó ekki að ræsa bílinn aftur þar sem eigandi hans var með lykilinn að honum enn í vasanum. Við það virðast þeir hafa reiðst og brugðið til þess ráðs að kveikja í bílnum. Fannst hann nokkrum klukkustundum síðar sem rústir einar. Þar fór flottur bíll fyrir lítið og hafi þjófarnir skömm fyrir.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent