Á brautum þar sem mikið er bremsað, eins og í Singapúr kappakstrinum, þar sem ökumenn stíga yfir 1400 sinnum á bremsuna. Þeir fara frá 290km/klst niður í nánast ekkert. Ökumaðurinn upplifir afl upp á 5G.
Koltrefjabremsurnar hitna gríðarlega og verða 1000°C, þess vegna verður að prófa þær til hins ítrasta. Öðruvísi fengjust engin Formúlu 1 lið til að setja bremsurnar í bíla sína.
Brembo, sem er einn þriggja bremsuframleiðanda sem Formúlu 1 lið notast við. Hinir eru: Carbon Industrie og Hitco. Meðal liða sem nota Brembo má nefna Ferrari og tvöfalda heimsmeistara Mercedes. Bæði lið nota þó einnig Carbon Industrie. Valið fer eftir aðstæðum hverju sinni.
Brembo getur ekki einfaldlega farið og prófað bremsurnar með Formúlu 1 bíl til að athuga hvort þær virka sem skyldi. Brembo notar bekk og háhraða bor til að prófa bremsudiskinn. Bremsupúðarnir eru ítrekað látnir þrýstast að disknum. Þannig getur Brembo hermt best eftir Formúlu 1 keppni.
Hugmyndir um að auka sjáanleika glóand bremsudiska og neistaflug eru meðal þess sem er til skoðunar hjá FIA, alþjóða akstursíþróttasambandinu. Ætlunin er að auka enn frekar á sjónarspilið sem Formúla 1 er.