Aldrei meira af laxi sleppt aftur í árnar Karl Lúðvíksson skrifar 17. október 2015 12:13 Alls var um 23.000 löxum sleppt aftur í sumar Aðeins lifa nokkra dagar eftir af stangveiðitímabilinu sem er eitt það besta síðan reglulegar skráningar hófust. Alls eru um það bil 74.000 laxar skráðir í veiðibækur en rétt er að taka fram að um bráðabirgðatölur er að ræða þar sem ennþá vantar lokatölur frá örfáum ám en það á þó ekki eftir að breyta lokatölum af neinu ráði. Það sem vekur athygli er að að sjá hversu mikil aukningin er í Veitt og sleppt en alls er um 23.000 löxum sleppt aftur í árnar. Þetta hefur vissulega einhver áhrif á heildarveiðitölur enda er endurveiðihlutfall talið vera um 25%. Það er stór hópur erlendra veiðimanna sem vill svo til eingöngu veiða í ám þar sem laxi er sleppt aftur eða dagskvóti er hóflegur, t.d. 1-2 laxar, sem má hirða. Veiðimenn eru auðvitað ekki sammála um ágæti veitt og sleppt eða hvort það skilar einhverjum árangri þrátt og eru rök frá báðum hliðum mjög góð. Ofveiði hefur þó klárlega mikil áhrif á seiðabúskap en það gerir ofsetning á seiðum líka. Seiðabúskapur ánna á vesturlandi var sérstaklega góður í fyrra sem greinilega skilar sér í sterkum göngum á þessu sumri en það hefur svo sem farið stór árgangur niður áður sem skilaði sér illa árið eftir og er köldum sjó og lélegu fæðuframboði á uppeldisstöðvum kennt um þær slöku heimtur. Það má endalaust ræða þetta án þess að menn verði nokkurn tímann sammála, nema þá að góðu sumri sem senn er lokið verður að fagna og vona að sumarið 2016 verði okkur jafn fengsælt. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði
Aðeins lifa nokkra dagar eftir af stangveiðitímabilinu sem er eitt það besta síðan reglulegar skráningar hófust. Alls eru um það bil 74.000 laxar skráðir í veiðibækur en rétt er að taka fram að um bráðabirgðatölur er að ræða þar sem ennþá vantar lokatölur frá örfáum ám en það á þó ekki eftir að breyta lokatölum af neinu ráði. Það sem vekur athygli er að að sjá hversu mikil aukningin er í Veitt og sleppt en alls er um 23.000 löxum sleppt aftur í árnar. Þetta hefur vissulega einhver áhrif á heildarveiðitölur enda er endurveiðihlutfall talið vera um 25%. Það er stór hópur erlendra veiðimanna sem vill svo til eingöngu veiða í ám þar sem laxi er sleppt aftur eða dagskvóti er hóflegur, t.d. 1-2 laxar, sem má hirða. Veiðimenn eru auðvitað ekki sammála um ágæti veitt og sleppt eða hvort það skilar einhverjum árangri þrátt og eru rök frá báðum hliðum mjög góð. Ofveiði hefur þó klárlega mikil áhrif á seiðabúskap en það gerir ofsetning á seiðum líka. Seiðabúskapur ánna á vesturlandi var sérstaklega góður í fyrra sem greinilega skilar sér í sterkum göngum á þessu sumri en það hefur svo sem farið stór árgangur niður áður sem skilaði sér illa árið eftir og er köldum sjó og lélegu fæðuframboði á uppeldisstöðvum kennt um þær slöku heimtur. Það má endalaust ræða þetta án þess að menn verði nokkurn tímann sammála, nema þá að góðu sumri sem senn er lokið verður að fagna og vona að sumarið 2016 verði okkur jafn fengsælt.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði