Aron Elís Þrándarson og félagar í Aalesund unnu góðan 1-4 útisigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Aron var í byrjunarliði Aalesund en fór af velli á 80. mínútu. Daníel Leó Grétarsson var ekki leikmannahópi liðsins sem er í 10. sæti deildarinnar með 35 stig.
Í hinum leik dagsins bar botnlið Sandefjord sigurorð af Start, 4-1.
Guðmundur Kristjánsson var í byrjunarliði Start en var tekinn af velli á lokamínútu leiksins.
Start er í 13. sæti deildarinnar með 21 stig.
