Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 10:56 Skildi þessi Aston Martin DB10 hafa verið eyðilagður? Rétt eins og það er ómögulegt að búa til ommilettu án þess að brjóta nokkur egg er ekki hægt að gera James Bond mynd án þess að eyðileggja nokkra bíla. Það hljóta þó að vera ansi margir bílar sem voru eyðilagðir við upptökur á myndinni því virði þeirra var 37 milljónir dollar, eða ríflega 4,7 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu met í eyðileggingu bíla við gerð kvikmyndar. Tökur myndarinnar í Róm tók mestan tollinn en í Vatikaninu var bílum ekið á allt að 180 kílómetra ferð og endaði ferð þeirra flestra illa, en þetta atriði í myndinni tekur aðeins 4 sekúndur. Einir 10 Aston Martin DB10 bílar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust 7 þeirra. Það mun svo koma í ljós þann 6. nóvember hvort öll þessi eyðilegging hafi verið þess virði, en þá er Spectre, nýjasta James Bond myndin frumsýnd. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent
Rétt eins og það er ómögulegt að búa til ommilettu án þess að brjóta nokkur egg er ekki hægt að gera James Bond mynd án þess að eyðileggja nokkra bíla. Það hljóta þó að vera ansi margir bílar sem voru eyðilagðir við upptökur á myndinni því virði þeirra var 37 milljónir dollar, eða ríflega 4,7 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu met í eyðileggingu bíla við gerð kvikmyndar. Tökur myndarinnar í Róm tók mestan tollinn en í Vatikaninu var bílum ekið á allt að 180 kílómetra ferð og endaði ferð þeirra flestra illa, en þetta atriði í myndinni tekur aðeins 4 sekúndur. Einir 10 Aston Martin DB10 bílar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust 7 þeirra. Það mun svo koma í ljós þann 6. nóvember hvort öll þessi eyðilegging hafi verið þess virði, en þá er Spectre, nýjasta James Bond myndin frumsýnd.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent