Coulthard: Rosberg er ekki nógu grimmur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. október 2015 10:00 Rosberg er ekki nógu grimmur til að verða heimsmeistari að mati Coulthard. Vísir/Getty Nico Rosberg er ekki á sama stalli og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton að mati David Coulthard, fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Þrátt fyrir að Rosberg hafi náð ráspól í Japan, gat hann ekki varist árás Hamilton í ræsingunni. Hamilton komst upp að hlið hans og tróð sér svo fram úr í annarri beygju. Coulthard telur að grimmd Hamilton sé einmitt það sem Rosberg vanti. Hann muni þess vegna aldrei verða heimsmeistari á meðan hann ekur fyrir sama lið og Hamilton. „Hamilton hefur framleitt unnar keppnir í ár,“ sagði Coulthard. „Nico Rosberg er hæfileikaríkur ökumaður og ef Hamilton væri ekki í liðinu væri Rosberg heimsmeistari,“ bætti Coulthard við. „Fyrir mér er F1 ekki bara um að verða meistari, þetta snýst um að setja sjálfan sig upp á móti þeim bestu og komast að því hvort maður hafi að sem þarf til að sigra þá - og verða þannig heimsmeistari,“ sagði skoski spekingurinn. „Rosberg var lengi að ná hraða eftir ræsinguna í Japan, hann hafði samt tækifæri á að verjast í beygju tvö en hann lét ekki verða af því. Hann fór frekar út af brautinni af því Hamilton þrýsti honum út af með því að gefa ekkert eftir, sem er alveg heimilt,“ sagði Coulthard. Hinn skoski, Coulthard var samt ánægður með hugrekkið sem Rosberg sýndi þegar hann fór fram úr Valtteri Bottas í japanska kappakstrinum. Sú staðreynd að hann vill ekki reyna sama á Hamilton gefur til kynna að hann sé hræddur við að hrista upp í hlutunum og skapa drama eins og í Belgíu í fyrra. Þá ók Rosberg á afturdekk Hamilton og sprengdi. „Hann (Rosberg) getur unnið keppnir og tekið fram úr. Hann þarf að geta gert það við alla, og frá ræsingu til endamarks,“ sagði Coulthard að lokum. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20 Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00 Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00 Manor með Mercedes vélar Manor Marussia liðið í Formúlu 1 hefur náð samningum við Mercedes um að skaffa liðinu vélar á komandi tímabilum. 1. október 2015 20:30 Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nico Rosberg er ekki á sama stalli og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton að mati David Coulthard, fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Þrátt fyrir að Rosberg hafi náð ráspól í Japan, gat hann ekki varist árás Hamilton í ræsingunni. Hamilton komst upp að hlið hans og tróð sér svo fram úr í annarri beygju. Coulthard telur að grimmd Hamilton sé einmitt það sem Rosberg vanti. Hann muni þess vegna aldrei verða heimsmeistari á meðan hann ekur fyrir sama lið og Hamilton. „Hamilton hefur framleitt unnar keppnir í ár,“ sagði Coulthard. „Nico Rosberg er hæfileikaríkur ökumaður og ef Hamilton væri ekki í liðinu væri Rosberg heimsmeistari,“ bætti Coulthard við. „Fyrir mér er F1 ekki bara um að verða meistari, þetta snýst um að setja sjálfan sig upp á móti þeim bestu og komast að því hvort maður hafi að sem þarf til að sigra þá - og verða þannig heimsmeistari,“ sagði skoski spekingurinn. „Rosberg var lengi að ná hraða eftir ræsinguna í Japan, hann hafði samt tækifæri á að verjast í beygju tvö en hann lét ekki verða af því. Hann fór frekar út af brautinni af því Hamilton þrýsti honum út af með því að gefa ekkert eftir, sem er alveg heimilt,“ sagði Coulthard. Hinn skoski, Coulthard var samt ánægður með hugrekkið sem Rosberg sýndi þegar hann fór fram úr Valtteri Bottas í japanska kappakstrinum. Sú staðreynd að hann vill ekki reyna sama á Hamilton gefur til kynna að hann sé hræddur við að hrista upp í hlutunum og skapa drama eins og í Belgíu í fyrra. Þá ók Rosberg á afturdekk Hamilton og sprengdi. „Hann (Rosberg) getur unnið keppnir og tekið fram úr. Hann þarf að geta gert það við alla, og frá ræsingu til endamarks,“ sagði Coulthard að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20 Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00 Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00 Manor með Mercedes vélar Manor Marussia liðið í Formúlu 1 hefur náð samningum við Mercedes um að skaffa liðinu vélar á komandi tímabilum. 1. október 2015 20:30 Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20
Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00
Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00
Manor með Mercedes vélar Manor Marussia liðið í Formúlu 1 hefur náð samningum við Mercedes um að skaffa liðinu vélar á komandi tímabilum. 1. október 2015 20:30
Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00