Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Stefán Árni Pálsson í Víkinni skrifar 4. október 2015 18:15 Úr leik liðanna í dag. vísir/Vilhelm Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“ Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Sjá meira
Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“
Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn