Subaru slær við öllum bílaframleiðendum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 15:01 Subaru Outback. Enginn bílaframleiðandi í heiminum hefur náð viðlíka söluaukningu í Bandaríkjunum og Subaru á síðustu árum. Sala Subaru bíla hefur aukist þar í meira en 60 mánuði í röð borið saman við sama mánuð árið áður. Sala Subaru var til dæmis 28% meiri í nýliðnum september en í sama mánuði í fyrra og seldust 53.070 bílar. Sú sala er þó ekki í líkingu við 162.595 bíla sölu Toyota né 119.046 bíla sölu Honda í sama mánuði, en Subaru heldur þó stöðugt áfram að draga á hina japönsku framleiðendurna. Í mjög langan tíma hefur Subaru verið með miklu meiri vöxt í sölu en hin japönsku merkin. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum, en í ár stefnir í hátt í 600.000 bíla sölu og því fer nærri að fyrirtækið tvöfaldi sölu sína þar á aðeins 3 árum. Það hefur enginn annar bílframleiðandi leikið eftir. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Enginn bílaframleiðandi í heiminum hefur náð viðlíka söluaukningu í Bandaríkjunum og Subaru á síðustu árum. Sala Subaru bíla hefur aukist þar í meira en 60 mánuði í röð borið saman við sama mánuð árið áður. Sala Subaru var til dæmis 28% meiri í nýliðnum september en í sama mánuði í fyrra og seldust 53.070 bílar. Sú sala er þó ekki í líkingu við 162.595 bíla sölu Toyota né 119.046 bíla sölu Honda í sama mánuði, en Subaru heldur þó stöðugt áfram að draga á hina japönsku framleiðendurna. Í mjög langan tíma hefur Subaru verið með miklu meiri vöxt í sölu en hin japönsku merkin. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum, en í ár stefnir í hátt í 600.000 bíla sölu og því fer nærri að fyrirtækið tvöfaldi sölu sína þar á aðeins 3 árum. Það hefur enginn annar bílframleiðandi leikið eftir.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent