Frábær endasprettur í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 6. október 2015 09:30 Stóra Laxá átti frábærann endasprett í sumar. Mynd: KL Lokatölur úr Stóru Laxá í Hreppum liggja fyrir og það er óhætt að segja að áin hafi lokið þessu sumri með glæsilegum tilþrifum. Það er svo sem ekkert nýtt að hún eigi frábærann endastrett en að þessu sinni var hann heldur seinna á ferðinni en vant er. Venjulega kemur þetta lokaskot um lok ágúst eða aðeins inní september samhliða haustrigningum en það sem líklega dró þetta á langinn þetta árið er skortur á þessu fræga septemberúrhelli sem er árlegt í þessum landshluta og það er einmitt þessi haustrigning sem er undanfari stórra gangna af laxi sem gengur þá úr Hvítá upp í Stóru Laxá til að hrygna. Þann 16. september voru komnir 362 laxar á land sem er aðeins yfir meðaltali áranna 1974-2008 sem var 313 laxar. Miðað við veiði síðustu 10 ára var staðan þannig að aðeins hafði veiðst minna 2007 þegar 238 laxar veiddust í ánni. Unnendum Stóru Laxár var því orðið heldur órótt því miðað við gang mála á landinu voru þessi rólegheit ekki það sem veiðimenn áttu von á. Það rættist þó sem betur fer úr þessu og heldur betur því frá 16. september til 29, september veiddust hvorki meira né minna en 292 laxar sem er frábær veiði svo seint á tímabilinu og sýnir og sannar enn einu sinni að Stóru Laxá skyldi aldrei afskrifa fyrr en á síðasta degi. Heildarveiðin í ánni í sumar er uppá 654 laxa og það er ekkert annað en toppsumar í henni. Mest lesið Fín veiði í Ytri Rangá Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Urriðafoss á toppnum yfir veiðisvæðin Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði
Lokatölur úr Stóru Laxá í Hreppum liggja fyrir og það er óhætt að segja að áin hafi lokið þessu sumri með glæsilegum tilþrifum. Það er svo sem ekkert nýtt að hún eigi frábærann endastrett en að þessu sinni var hann heldur seinna á ferðinni en vant er. Venjulega kemur þetta lokaskot um lok ágúst eða aðeins inní september samhliða haustrigningum en það sem líklega dró þetta á langinn þetta árið er skortur á þessu fræga septemberúrhelli sem er árlegt í þessum landshluta og það er einmitt þessi haustrigning sem er undanfari stórra gangna af laxi sem gengur þá úr Hvítá upp í Stóru Laxá til að hrygna. Þann 16. september voru komnir 362 laxar á land sem er aðeins yfir meðaltali áranna 1974-2008 sem var 313 laxar. Miðað við veiði síðustu 10 ára var staðan þannig að aðeins hafði veiðst minna 2007 þegar 238 laxar veiddust í ánni. Unnendum Stóru Laxár var því orðið heldur órótt því miðað við gang mála á landinu voru þessi rólegheit ekki það sem veiðimenn áttu von á. Það rættist þó sem betur fer úr þessu og heldur betur því frá 16. september til 29, september veiddust hvorki meira né minna en 292 laxar sem er frábær veiði svo seint á tímabilinu og sýnir og sannar enn einu sinni að Stóru Laxá skyldi aldrei afskrifa fyrr en á síðasta degi. Heildarveiðin í ánni í sumar er uppá 654 laxa og það er ekkert annað en toppsumar í henni.
Mest lesið Fín veiði í Ytri Rangá Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Urriðafoss á toppnum yfir veiðisvæðin Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði