Hlutfall sárafátækra í fyrsta sinn innan við tíu prósent Bjarki Ármannsson skrifar 5. október 2015 23:30 Fátæk börn á götum Manila, höfuðborgar Filippseyja. Vísir/AFP Hlutfall heimsbyggðarinnar sem býr við sárafátækt mun á árinu fara niður fyrir tíu prósent í fyrsta sinn í sögunni. Þetta segir Alþjóðabankinn, stofnun sem stuðlar að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. „Þetta er besta fréttin í heiminum akkúrat núna,“ hefur fréttastofa CNN eftir Jim Yong Kim, forseta Alþjóðabankans. „Spár okkar sýna að við erum fyrsta kynslóðin frá upphafi sem getur bundið enda á sárafátækt í heiminum.“ Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans búa þeir við sárafátækt sem lifa á innan við 240 íslenskum krónum á dag. Bankinn spáir því að árið 2015 muni hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt hafa fallið niður í um 9,6 prósent heimsbyggðarinnar, sem gerir um 702 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2012 bjuggu 902 milljónir manna við sárafátækt, um 12,8 prósent heimsbyggðarinnar á þeim tíma. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að fjárfesting í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu þróunarlanda sé að skila sér í lægra hlutfalli fátækra. Þó mikið verk sé enn óunnið, þá sérstaklega í suðurhluta Afríku þar sem um helmingur fátækra býr, sé heimurinn að færast nær því háleita markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutfall heimsbyggðarinnar sem býr við sárafátækt mun á árinu fara niður fyrir tíu prósent í fyrsta sinn í sögunni. Þetta segir Alþjóðabankinn, stofnun sem stuðlar að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. „Þetta er besta fréttin í heiminum akkúrat núna,“ hefur fréttastofa CNN eftir Jim Yong Kim, forseta Alþjóðabankans. „Spár okkar sýna að við erum fyrsta kynslóðin frá upphafi sem getur bundið enda á sárafátækt í heiminum.“ Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans búa þeir við sárafátækt sem lifa á innan við 240 íslenskum krónum á dag. Bankinn spáir því að árið 2015 muni hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt hafa fallið niður í um 9,6 prósent heimsbyggðarinnar, sem gerir um 702 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2012 bjuggu 902 milljónir manna við sárafátækt, um 12,8 prósent heimsbyggðarinnar á þeim tíma. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að fjárfesting í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu þróunarlanda sé að skila sér í lægra hlutfalli fátækra. Þó mikið verk sé enn óunnið, þá sérstaklega í suðurhluta Afríku þar sem um helmingur fátækra býr, sé heimurinn að færast nær því háleita markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira