Facebook ætlar að tengja Afríku við netið í gegnum gervihnött Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2015 14:09 Gervihnötturinn mun útvega stórum hluta Afríku fyrir aðgengi að internetinu. Mynd/Facebook Tæknirisinn Facebook ætlar að nota gervihnött til að gera íbúum Afríku kleyft að komast á internetið. Til stendur að skjóta fyrsta slíka gervihnettinum á loft á næsta ári. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, tilkynnti þetta á síðu sinni í gær. „Síðasta árið hefur Facebook verið að kanna leiðir til að nota flugvélar, dróna og gervihnetti til að veita aðgang að internetinu frá himnum. Hefðbundnar tengingar er oft erfitt að setja upp og nota til að tengja fólk sem býr í afskekktum samfélögum, svo við þurfum að finna nýjar leiðir.“ Verkefnið er hluti af Internet.org átakinu. en gervihnettinum verður skotið á loft í samstarfi við Eutelsat. Með þessu vonast Zucerkberg til að milljónir muni öðlast aðgengi að internetinu.Kynningarmyndband Internet.org frá því árið 2013 þegar átakið var sett á laggirnar. Gervihnötturinn mun svífa yfir Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar og samtök sem starfrækt eru í Afríku munu hjálpa íbúum að nálgast tenginguna. Forsvarsmenn Eutelsat segja að mögulegt verði að nýta tenginguna með ódýrum búnaði sem hægt sé að kaupa í verslunum. „Þetta er eingöngu ein af þeim leiðum sem við erum að vinna að til að ná markmiðum okkar með Internet.org. Internettenging breytir lífum og samfélögum. Við erum að vinna að því að tengja alla íbúar jarðarinnar.“I'm excited to announce our first project to deliver internet from space. As part of our Internet.org efforts to connect...Posted by Mark Zuckerberg on Monday, October 5, 2015 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Facebook ætlar að nota gervihnött til að gera íbúum Afríku kleyft að komast á internetið. Til stendur að skjóta fyrsta slíka gervihnettinum á loft á næsta ári. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, tilkynnti þetta á síðu sinni í gær. „Síðasta árið hefur Facebook verið að kanna leiðir til að nota flugvélar, dróna og gervihnetti til að veita aðgang að internetinu frá himnum. Hefðbundnar tengingar er oft erfitt að setja upp og nota til að tengja fólk sem býr í afskekktum samfélögum, svo við þurfum að finna nýjar leiðir.“ Verkefnið er hluti af Internet.org átakinu. en gervihnettinum verður skotið á loft í samstarfi við Eutelsat. Með þessu vonast Zucerkberg til að milljónir muni öðlast aðgengi að internetinu.Kynningarmyndband Internet.org frá því árið 2013 þegar átakið var sett á laggirnar. Gervihnötturinn mun svífa yfir Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar og samtök sem starfrækt eru í Afríku munu hjálpa íbúum að nálgast tenginguna. Forsvarsmenn Eutelsat segja að mögulegt verði að nýta tenginguna með ódýrum búnaði sem hægt sé að kaupa í verslunum. „Þetta er eingöngu ein af þeim leiðum sem við erum að vinna að til að ná markmiðum okkar með Internet.org. Internettenging breytir lífum og samfélögum. Við erum að vinna að því að tengja alla íbúar jarðarinnar.“I'm excited to announce our first project to deliver internet from space. As part of our Internet.org efforts to connect...Posted by Mark Zuckerberg on Monday, October 5, 2015
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira