Handtekinn með teikningu af kjarnorkusprengju Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 11:00 Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani. Moldóva Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani.
Moldóva Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira