Volkswagen býður 2.000 dollara afslátt við skipti á VW-bílum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:31 Volkswagen bílasala í Bandaríkjunum. Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent
Volkswagen á á hættu að missa mikið af viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum vegna dísilsvindlsins, sem uppgötvaðist einmitt þar. Viðbrögð þeirra eru meðal annars fólgin í því að bjóða núverandi eigendum 2.000 dollara afslátt ef þeir skipta gamla bílnum uppí nýjan. Það á einnig við ef bílarnir eru leigðir eða keyptir undir starfsmenn af fyrirtækjum. Reyndar býður Volkswagen allt uppí 4.000 dollara afslátt fyrir dýrari gerðir bíla sinna, svo sem Touareg, CC og Eos blæjubílinn. Eins og sagt var frá hér fyrir stuttu var sala Volkswagen í Bandaríkjunum betri nú í september en í sama mánuði í fyrra og kom það mörgum á óvart. Það gæti þó breyst núna í október, en þessar aðgerðir eiga að koma í veg fyrir það en kosta Volkswagen í Bandaríkjunum skildinginn.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent