Kynning Microsoft slær í gegn Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 16:15 Terry Myerson frá Microsoft á kynningunni í gær. Vísir/AFP Tæknirisinn Microsoft kynnti í gær fjölmörg ný tæki frá fyrirtækinu. Kynningin hefur vakið mikla athygli og er talin vera sú besta sem Microsoft hefur haldið. Fjölmiðlar ytra hafa farið fögrum orðum um bæði kynninguna sjálfa og þau tæki sem voru kynnt. Meðal þess sem fyrirtækið kynnti var Surface Book fartölvan, Surface Pro 4 spjaldtölvan, tveir nýir snjallsímar, Microsoft Band 2 heilsuarmbandið, Hololens heilmyndargleraugun og nýjungar hjá Xbox One. Það tæki sem stal þó senunni var Surface Book fartölvan. Microsoft segir hana vera mun betri en MacBook Pro. Um er að ræða fartölvu sem einnig virkar sem spjaldtölva. Allur búnaður, að þrívíddarstýringunni undanskilinni, er staðsettur í skjánum.Surface Book fartölvan Þá kynnti Microsoft einnig nýja spjaldtölvu og viti menn, það er einnig hægt að nota hana sem fartölvu. Surface Pro 4 spjaldtölvan er þynnri og léttari en forveri sinn og þar að auki er hún mun kröftugari. Þá hefur skjárinn verið stækkaður og upplausn hans betrumbætt.Surface Pro 4 spjaldtölvan Microsoft hefur farið sífellt lengra inn á þá braut að samnýta tæki og kerfi í gegnum Windows 10. Nýjustu snjallsímar Microsoft; Lumia 950 og 950 XL eru þar engin undantekning. Auðvelt er að tengja bæði lyklaborð og skjá við símana svo hægt sé að nota þá sem borðtölvur.Microsoft sýndi einnig hið einstaka tæki Hololens. Á þeirri kynningu barðist starfsmaður fyrirtækisins við vélmenni sem enginn gat sé og heilmynd af einhvers konar byssu utan um hendina. Hololens varpar heilmyndum í okkar nánasta umhverfi og þannig gætu notendur horft á bíómyndir á veggnum heima hjá sér og margt margt fleira.Project X-Ray. Hololens sýning Microsoft Samantekt The Verge af því besta frá kynningu Microsoft. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft kynnti í gær fjölmörg ný tæki frá fyrirtækinu. Kynningin hefur vakið mikla athygli og er talin vera sú besta sem Microsoft hefur haldið. Fjölmiðlar ytra hafa farið fögrum orðum um bæði kynninguna sjálfa og þau tæki sem voru kynnt. Meðal þess sem fyrirtækið kynnti var Surface Book fartölvan, Surface Pro 4 spjaldtölvan, tveir nýir snjallsímar, Microsoft Band 2 heilsuarmbandið, Hololens heilmyndargleraugun og nýjungar hjá Xbox One. Það tæki sem stal þó senunni var Surface Book fartölvan. Microsoft segir hana vera mun betri en MacBook Pro. Um er að ræða fartölvu sem einnig virkar sem spjaldtölva. Allur búnaður, að þrívíddarstýringunni undanskilinni, er staðsettur í skjánum.Surface Book fartölvan Þá kynnti Microsoft einnig nýja spjaldtölvu og viti menn, það er einnig hægt að nota hana sem fartölvu. Surface Pro 4 spjaldtölvan er þynnri og léttari en forveri sinn og þar að auki er hún mun kröftugari. Þá hefur skjárinn verið stækkaður og upplausn hans betrumbætt.Surface Pro 4 spjaldtölvan Microsoft hefur farið sífellt lengra inn á þá braut að samnýta tæki og kerfi í gegnum Windows 10. Nýjustu snjallsímar Microsoft; Lumia 950 og 950 XL eru þar engin undantekning. Auðvelt er að tengja bæði lyklaborð og skjá við símana svo hægt sé að nota þá sem borðtölvur.Microsoft sýndi einnig hið einstaka tæki Hololens. Á þeirri kynningu barðist starfsmaður fyrirtækisins við vélmenni sem enginn gat sé og heilmynd af einhvers konar byssu utan um hendina. Hololens varpar heilmyndum í okkar nánasta umhverfi og þannig gætu notendur horft á bíómyndir á veggnum heima hjá sér og margt margt fleira.Project X-Ray. Hololens sýning Microsoft Samantekt The Verge af því besta frá kynningu Microsoft.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira