Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2015 23:00 Þetta er ekki fyrir lofthrædda. Sigurður Hauksson Sigurður Hauksson, 19 ára íslenskur golfari, átti líklega tilþrif vikunnar þegar hann hélt golfbolta á lofti og sló hann í loftinu, á meðan hann stóð ofan á hinum þekkta klett Kjeragbolten í Rogalandi í Noregi. Eins og sjá á myndbandinu hér fyrir ofan er þetta ekki fyrir lofthrædda. Steinninn er í 984 metra hæð yfir sjávarmáli og er skorðaður á milli tveggja kletta. Fyrir neðan bíður ekkert nema hyldýpið en Sigurður lét það ekki á sig fá og hélt golfboltanum nokkru sinnum á lofti áður en hann tók netta sveiflu, standandi á klettinum. Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á netheimum og hafa t.d. bæði Golf Channel og Golf Digest fjallað um athæfi Sigurðar. Blaðamaður Golf Digest virðist þó ekki hafa verið sérlega hrifinn af sveiflu Sigurðar og gagnrýnir hann hversu illa Sigurður færði þunga sinn á milli lappa í sveiflunni. Sumum virðist einfaldlega ekki vera hægt að gera til geðs. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigurður Hauksson, 19 ára íslenskur golfari, átti líklega tilþrif vikunnar þegar hann hélt golfbolta á lofti og sló hann í loftinu, á meðan hann stóð ofan á hinum þekkta klett Kjeragbolten í Rogalandi í Noregi. Eins og sjá á myndbandinu hér fyrir ofan er þetta ekki fyrir lofthrædda. Steinninn er í 984 metra hæð yfir sjávarmáli og er skorðaður á milli tveggja kletta. Fyrir neðan bíður ekkert nema hyldýpið en Sigurður lét það ekki á sig fá og hélt golfboltanum nokkru sinnum á lofti áður en hann tók netta sveiflu, standandi á klettinum. Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á netheimum og hafa t.d. bæði Golf Channel og Golf Digest fjallað um athæfi Sigurðar. Blaðamaður Golf Digest virðist þó ekki hafa verið sérlega hrifinn af sveiflu Sigurðar og gagnrýnir hann hversu illa Sigurður færði þunga sinn á milli lappa í sveiflunni. Sumum virðist einfaldlega ekki vera hægt að gera til geðs.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira