Heimaleikur Eyjamanna færður um 51 dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 17:30 Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson er markahæstur í Olís-deild karla. Vísir/Ernir Lið ÍBV og Akureyrar munu bæði eiga leik inni í heilar sjö vikur eftir að Handknattleikssamband Íslands ákvað að færa leik liðanna í 8. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn eru að taka þátt í Evrópukeppninni og spila tvo leiki við ísraelska liðið Hapoel Ramat helgina 16. til 18. október næstkomandi. ÍBV keypti heimaleikinn af Hapoel Ramat og fer þessi svokallaði útileikur fram í Eyjum föstudagskvöldið 16. október. Heimaleikur ÍBV fer síðan fram á sama stað á sunnudeginum. Leikur ÍBV og Akureyrar átti að fara fram laugardaginn 17. október en hefur nú verið færður aftur um 51 dag og nýr leikdagur er núna mánudaginn 7. desember klukkan 18.00. Það verður nóg að gera hjá ÍBV-liðinu þessa daga í desember því þeir munu af þessum sökum spila þrjá leiki á einni viku. Þeir mæta FH á útivelli 4. desember, spila við Akureyri á mánudeginum og fá síðan Víkinga í heimsókn föstudagskvöldið 11. desember. Nú er bara að vona að veðrið verði hagstætt þessa daga í jólamánuðinum. Akureyringar spila fimmtudaginn 3. desember á heimavelli á móti Víkingi, mánudaginn 7. desember á móti ÍBV í Eyjum og svo laugardaginn 12. desember á útivelli á móti Gróttu. Þessi breyting þýðir jafnframt að Eyjamenn og Akureyringar mætast tvisvar á stuttum tíma því liðin spila í KA-heimilinu á Akureyri laugardaginn 19. desember sem er síðasti leikur Olís-deildarinnar fyrir jóla- og EM-frí. Það verða því bara tólf dagar á milli leikja liðanna. Olís-deild karla Tengdar fréttir Eyjamenn unnu fjórða leikinn í röð Eyjamenn unnu í dag fjórða leik sinn í röð í Olís-deild karla í naumum tveggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ en gestirnir úr Vestmannaeyjum leiddu allt frá fimmtándu mínútu leiksins. 3. október 2015 17:40 Vil fara í almennilega deild þegar ég fer út í atvinnumennsku Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, tók þá ákvörðun að taka annað tímabil á Íslandi til að vera betur tilbúinn í atvinnumennsku. Svo virðist sem hann hafi tekið hárrétta ákvörðun en hann hefur farið á kostum í liði ÍBV í fyrstu leikjum tímabilsins. 2. október 2015 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. 4. október 2015 18:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 31-23 | Fimmti sigur Eyjamanna í röð ÍBV vann sinn fimmta leik í röð í Olís-deild karla í handbolta þegar FH-ingar komu í heimsókn í kvöld. 8. október 2015 21:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira
Lið ÍBV og Akureyrar munu bæði eiga leik inni í heilar sjö vikur eftir að Handknattleikssamband Íslands ákvað að færa leik liðanna í 8. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn eru að taka þátt í Evrópukeppninni og spila tvo leiki við ísraelska liðið Hapoel Ramat helgina 16. til 18. október næstkomandi. ÍBV keypti heimaleikinn af Hapoel Ramat og fer þessi svokallaði útileikur fram í Eyjum föstudagskvöldið 16. október. Heimaleikur ÍBV fer síðan fram á sama stað á sunnudeginum. Leikur ÍBV og Akureyrar átti að fara fram laugardaginn 17. október en hefur nú verið færður aftur um 51 dag og nýr leikdagur er núna mánudaginn 7. desember klukkan 18.00. Það verður nóg að gera hjá ÍBV-liðinu þessa daga í desember því þeir munu af þessum sökum spila þrjá leiki á einni viku. Þeir mæta FH á útivelli 4. desember, spila við Akureyri á mánudeginum og fá síðan Víkinga í heimsókn föstudagskvöldið 11. desember. Nú er bara að vona að veðrið verði hagstætt þessa daga í jólamánuðinum. Akureyringar spila fimmtudaginn 3. desember á heimavelli á móti Víkingi, mánudaginn 7. desember á móti ÍBV í Eyjum og svo laugardaginn 12. desember á útivelli á móti Gróttu. Þessi breyting þýðir jafnframt að Eyjamenn og Akureyringar mætast tvisvar á stuttum tíma því liðin spila í KA-heimilinu á Akureyri laugardaginn 19. desember sem er síðasti leikur Olís-deildarinnar fyrir jóla- og EM-frí. Það verða því bara tólf dagar á milli leikja liðanna.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Eyjamenn unnu fjórða leikinn í röð Eyjamenn unnu í dag fjórða leik sinn í röð í Olís-deild karla í naumum tveggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ en gestirnir úr Vestmannaeyjum leiddu allt frá fimmtándu mínútu leiksins. 3. október 2015 17:40 Vil fara í almennilega deild þegar ég fer út í atvinnumennsku Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, tók þá ákvörðun að taka annað tímabil á Íslandi til að vera betur tilbúinn í atvinnumennsku. Svo virðist sem hann hafi tekið hárrétta ákvörðun en hann hefur farið á kostum í liði ÍBV í fyrstu leikjum tímabilsins. 2. október 2015 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. 4. október 2015 18:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 31-23 | Fimmti sigur Eyjamanna í röð ÍBV vann sinn fimmta leik í röð í Olís-deild karla í handbolta þegar FH-ingar komu í heimsókn í kvöld. 8. október 2015 21:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira
Eyjamenn unnu fjórða leikinn í röð Eyjamenn unnu í dag fjórða leik sinn í röð í Olís-deild karla í naumum tveggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ en gestirnir úr Vestmannaeyjum leiddu allt frá fimmtándu mínútu leiksins. 3. október 2015 17:40
Vil fara í almennilega deild þegar ég fer út í atvinnumennsku Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, tók þá ákvörðun að taka annað tímabil á Íslandi til að vera betur tilbúinn í atvinnumennsku. Svo virðist sem hann hafi tekið hárrétta ákvörðun en hann hefur farið á kostum í liði ÍBV í fyrstu leikjum tímabilsins. 2. október 2015 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. 4. október 2015 18:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 31-23 | Fimmti sigur Eyjamanna í röð ÍBV vann sinn fimmta leik í röð í Olís-deild karla í handbolta þegar FH-ingar komu í heimsókn í kvöld. 8. október 2015 21:00