Hvernig tala ég um kynlíf við börnin mín? Sigga Dögg skrifar 19. október 2015 22:00 Það er gott að hafa í huga að þetta eru samræður um líkamann, tilfinningar og samfélagið og það þarf ekki að skammast sín fyrir að ræða það eða fela það. Vísir/Getty Spurning: Sæl, ég fylgist reglulega með greinunum þínum í blaðinu og mig langar til að spyrja þig hversu opinskátt og nákvæmt maður ætti að ræða við ung börn um kynlíf og hvernig maður ætti að svara spurningunni um það hvernig börnin verða til. Þetta var alltaf svo mikið tabú heima hjá mér þegar ég var krakki en ég vil alls ekki að það sé þannig í kringum krakkana mína í dag.Svar: Þetta er spurning sem ég veit að brennur á ansi mörgum í dag. Foreldrar óttast að segja of mikið eða of lítið eða jafnvel bara að vera óviðeigandi á einn eða annan hátt. Sumir segjast ekki vilja eyðileggja sakleysi barnanna eða að það eigi ekki að ræða kynlíf við börn því börn eigi að fá að vera börn í friði og að kynlíf sé hluti af heimi hinna fullorðnu. Það er vissulega rétt að stíga þarf varlega til jarðar þegar rætt er um kynlíf en því fer fjarri að slík umræða svipti börn sakleysi eða hendi þeim inn í veröld sem þau eru ekki tilbúin í. Börn eru hluti af samfélaginu okkar og það er gífurlegur einstaklingsmunur, bæði á áhuga og forvitni, þegar kemur að málefnum líkamans og tilfinninga. Það er hægt að styðjast við ákveðið vinnulag þegar kemur að þessum málefnum og það er alls ekki flókið og eitthvað sem er á færi flestra. Um leið og þú stígur fram og svarar spurningum barnsins af heiðarleika og einlægni þá brýtur þú mýtur og ræktar traustið í sambandi þínu við barnið. Svona talar þú um kynlíf við barnið þitt: Byrjaðu á því að kanna þekkingu. Það er alltaf gott að byrja á því að kanna fyrri þekkingu og skilning á hugtakinu eða fyrirbærinu sem barnið spyr um. Oftar en ekki er skilningurinn ansi takmarkaður en barnið veit að þetta er viðkvæmt umræðuefni og því leitar það til þín. Því skaltu spyrja beint út: Veistu hvað þetta þýðir? Hvað heldur þú að það þýði? Svaraðu af hreinskilni og einlægni. Börn eru mjög nösk á að greina lygi eða áhugaleysi í svörum svo gefðu þér smá tíma til að veita barninu fulla athygli, ná augnsambandi og svara af rólegri yfirvegun og væntumþykju. Leyfðu spurningum barnsins að stýra upplýsingunum. Með þessu á ég við að ef barn spyr þig hvernig börnin verða til þá er gott að fá á hreint hvað nákvæmlega barnið vill vita og svara aðeins því. Það er misjafnt eftir aldri og þroska barnsins en ekki fara í of mikla langloku. Notaðu orð sem barnið skilur. Hér skiptir máli að nota ekki fullorðinsleg orð sem hafa enga þýðingu fyrir börn eða eru of gildishlaðin líkt og sjálfsfróun. Barn veit hvað snerting er en ekki að snerting á kynfæri kallist sjálfsfróun og barn þarf ekki að þekkja það tungutak. Sama gildir um að elskast og annað í þeim dúr. Einfaldar lýsingar virka oftast best. Biddu barnið um að endursegja það sem þú sagðir því. Þá sérðu betur hver skilningur barnsins var á samræðunum og hvort þú þurfir að útskýra eitthvað betur. Spurðu og hlustaðu. Það er alltaf gott að bjóða barninu upp á frekari spurningar og hlusta á frásögn þess og útskýringar. Ekki leggja því orð í munn um að eitthvað eigi að vera upplifun á ákveðinn hátt, líkt og snerting kynfæra. Það getur verið misjafnt hvort snertingin sé ánægjuleg eða ekki (líkt og ef barnið er með roða eða óþægindi og klórar sér vegna sviða) og því er gott að spyrja barn sem er forvitið um kynfæri sín og snertir það hvort því þyki sú snerting ánægjuleg ef umræðan snýst um það. Það er gott að hafa í huga að þetta eru samræður um líkamann, tilfinningar og samfélagið og það þarf ekki að skammast sín fyrir að ræða það eða fela það. Börn eru hluti af samfélaginu okkar og þau eiga rétt á að fræðast um það. Flott hjá þér að vera til í að taka þátt í að styrkja samband þitt við börnin þín og vera sú sem þau leita til. Ef þú lendir í bobba þá getur þú kíkt í handbókina mína, Kjaftað um kynlíf, sem kom út fyrir ári. Gangi þér vel! Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Spurning: Sæl, ég fylgist reglulega með greinunum þínum í blaðinu og mig langar til að spyrja þig hversu opinskátt og nákvæmt maður ætti að ræða við ung börn um kynlíf og hvernig maður ætti að svara spurningunni um það hvernig börnin verða til. Þetta var alltaf svo mikið tabú heima hjá mér þegar ég var krakki en ég vil alls ekki að það sé þannig í kringum krakkana mína í dag.Svar: Þetta er spurning sem ég veit að brennur á ansi mörgum í dag. Foreldrar óttast að segja of mikið eða of lítið eða jafnvel bara að vera óviðeigandi á einn eða annan hátt. Sumir segjast ekki vilja eyðileggja sakleysi barnanna eða að það eigi ekki að ræða kynlíf við börn því börn eigi að fá að vera börn í friði og að kynlíf sé hluti af heimi hinna fullorðnu. Það er vissulega rétt að stíga þarf varlega til jarðar þegar rætt er um kynlíf en því fer fjarri að slík umræða svipti börn sakleysi eða hendi þeim inn í veröld sem þau eru ekki tilbúin í. Börn eru hluti af samfélaginu okkar og það er gífurlegur einstaklingsmunur, bæði á áhuga og forvitni, þegar kemur að málefnum líkamans og tilfinninga. Það er hægt að styðjast við ákveðið vinnulag þegar kemur að þessum málefnum og það er alls ekki flókið og eitthvað sem er á færi flestra. Um leið og þú stígur fram og svarar spurningum barnsins af heiðarleika og einlægni þá brýtur þú mýtur og ræktar traustið í sambandi þínu við barnið. Svona talar þú um kynlíf við barnið þitt: Byrjaðu á því að kanna þekkingu. Það er alltaf gott að byrja á því að kanna fyrri þekkingu og skilning á hugtakinu eða fyrirbærinu sem barnið spyr um. Oftar en ekki er skilningurinn ansi takmarkaður en barnið veit að þetta er viðkvæmt umræðuefni og því leitar það til þín. Því skaltu spyrja beint út: Veistu hvað þetta þýðir? Hvað heldur þú að það þýði? Svaraðu af hreinskilni og einlægni. Börn eru mjög nösk á að greina lygi eða áhugaleysi í svörum svo gefðu þér smá tíma til að veita barninu fulla athygli, ná augnsambandi og svara af rólegri yfirvegun og væntumþykju. Leyfðu spurningum barnsins að stýra upplýsingunum. Með þessu á ég við að ef barn spyr þig hvernig börnin verða til þá er gott að fá á hreint hvað nákvæmlega barnið vill vita og svara aðeins því. Það er misjafnt eftir aldri og þroska barnsins en ekki fara í of mikla langloku. Notaðu orð sem barnið skilur. Hér skiptir máli að nota ekki fullorðinsleg orð sem hafa enga þýðingu fyrir börn eða eru of gildishlaðin líkt og sjálfsfróun. Barn veit hvað snerting er en ekki að snerting á kynfæri kallist sjálfsfróun og barn þarf ekki að þekkja það tungutak. Sama gildir um að elskast og annað í þeim dúr. Einfaldar lýsingar virka oftast best. Biddu barnið um að endursegja það sem þú sagðir því. Þá sérðu betur hver skilningur barnsins var á samræðunum og hvort þú þurfir að útskýra eitthvað betur. Spurðu og hlustaðu. Það er alltaf gott að bjóða barninu upp á frekari spurningar og hlusta á frásögn þess og útskýringar. Ekki leggja því orð í munn um að eitthvað eigi að vera upplifun á ákveðinn hátt, líkt og snerting kynfæra. Það getur verið misjafnt hvort snertingin sé ánægjuleg eða ekki (líkt og ef barnið er með roða eða óþægindi og klórar sér vegna sviða) og því er gott að spyrja barn sem er forvitið um kynfæri sín og snertir það hvort því þyki sú snerting ánægjuleg ef umræðan snýst um það. Það er gott að hafa í huga að þetta eru samræður um líkamann, tilfinningar og samfélagið og það þarf ekki að skammast sín fyrir að ræða það eða fela það. Börn eru hluti af samfélaginu okkar og þau eiga rétt á að fræðast um það. Flott hjá þér að vera til í að taka þátt í að styrkja samband þitt við börnin þín og vera sú sem þau leita til. Ef þú lendir í bobba þá getur þú kíkt í handbókina mína, Kjaftað um kynlíf, sem kom út fyrir ári. Gangi þér vel!
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira