Skagamaðurinn Arnór Smárason var á skotskónum fyrir Helsinborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tapaði á útivelli gegn Gefle, 2-1.
Líberíumaðurinn Dioh Williams skoraði bæði mörk Gefle; það fyrra á 23. mínútu og það síðara á 37. mínútu, en staðan var 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik.
Arnór, sem var í byrjunarliðinu þriðja leikinn í röð, þakkaði traustið sem Henrik Larsson hefur sýnt honum að undanförnu og skoraði þriðja mark sitt í deildinni í níunda leiknum sem hann spilar.
Það gengur ekkert hjá Helsingborg þessa dagana, en liðið var í dag að tapa fjórða leiknum í röð og er fallið niður í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Helsingborg er með 30 stig eftir 24 leiki og siglir lygnan sjó um miðja deild.
Arnór þakkaði traustið og skoraði
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn