Flottir í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2015 16:30 Audi E-tron Quattro. Bílasýningin í Frankfürt er ávallt hápunktur ársins í bílaheiminum í Evrópu. Gestir þar hafa ekki verið sviknir að þessu sinni og margur eðalgripurinn þar á pöllunum. Bílaframleiðendur sýna þar marga glænýja bíla og þar gefst gestum kostur á að kíkja aðeins inní framtíðina. Audi sýndi þennan framtíðarbíl, gullfallegan E-tron Quattro sem blaðamenn hafa keppst við að mæra. Þessi bíll verður þó, öndvert við margan annan tilraunabílinn, örugglega smíðaður og á að koma á markað árið 2018. Hann fellur að stærð á milli Q5 og Q7 og gæti því fullt eins heitið Q6 og er hreinræktaður rafmagnsbíll. Hann kemst 500 km á hverri hleðslu, er 503 hestöfl og er 4,6 sekúndur í hundraðið. Þessi bíll verður einnig framleiddur sem Plug-In-Hybrid bíll og hugsanlega einnig sem vetnisbíll. Engin áform er um að framleiða hann aðeins með hefbundnum brunavélum. Mazda Koeru.Mazda sýndi þennan nýja bíl, Koeru. Gullfallegur gripur en það á hinsvegar ekki við um nafn hans, sem svo til enginn getur munað. Mazda gerir annars svo til allt rétt þessa dagana og hér er enn ein sönnun þess og kærkomin viðbót við aðra fagra bíla Mazda, svo fremi sem þessi nái í framleiðslu. Synd ef svo yrði ekki.Nissan Gripz.Nissan sýndi þennan óvenjulega og kubbslega jeppling, Gripz. Hurðafyrirkomulag hans er harla skrítið en framúrstefnulegt. Það skrítna er að stærð þessa bíls er svo til eins og Nissan Juke og því vaknar sú spurning af hverju Nissan er að búa til þennan bíl þó hann sé pínu flottur. Nafn bílsins féll í jafn grýttan jarðveg og Mazda Koeru hjá flestum þeim blaðamönnum sem fjallað hafa um bílasýninguna í Frankfürt. Jaguar F-Page.Flestum ber saman um að þessi nýi jeppi frá Jaguar sé einkar vel heppnaður og ekki veitir af í samkeppninni við samlanda hans frá Land Rover/Range Rover. Stutt er í sölu þessa bíls og ætlar Jaguar með því að koma að krafti inná jeppamarkaðinn fyrsta sinni. Bentley Bentayga.Bentley sýndi nýja jeppann sinn, líkt og Jaguar. Hann féll þó greinilega ekki eins vel að skapi gesta sýningarinnar og margir hafa nefnt að þeir hafi átt von á fallegri bíl frá Bentley. Þessi jeppi verður dýrasti fjöldaframleiddi jeppi heims, en skildi einhver vilja kaupa hann útlitsins vegna? Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Bílasýningin í Frankfürt er ávallt hápunktur ársins í bílaheiminum í Evrópu. Gestir þar hafa ekki verið sviknir að þessu sinni og margur eðalgripurinn þar á pöllunum. Bílaframleiðendur sýna þar marga glænýja bíla og þar gefst gestum kostur á að kíkja aðeins inní framtíðina. Audi sýndi þennan framtíðarbíl, gullfallegan E-tron Quattro sem blaðamenn hafa keppst við að mæra. Þessi bíll verður þó, öndvert við margan annan tilraunabílinn, örugglega smíðaður og á að koma á markað árið 2018. Hann fellur að stærð á milli Q5 og Q7 og gæti því fullt eins heitið Q6 og er hreinræktaður rafmagnsbíll. Hann kemst 500 km á hverri hleðslu, er 503 hestöfl og er 4,6 sekúndur í hundraðið. Þessi bíll verður einnig framleiddur sem Plug-In-Hybrid bíll og hugsanlega einnig sem vetnisbíll. Engin áform er um að framleiða hann aðeins með hefbundnum brunavélum. Mazda Koeru.Mazda sýndi þennan nýja bíl, Koeru. Gullfallegur gripur en það á hinsvegar ekki við um nafn hans, sem svo til enginn getur munað. Mazda gerir annars svo til allt rétt þessa dagana og hér er enn ein sönnun þess og kærkomin viðbót við aðra fagra bíla Mazda, svo fremi sem þessi nái í framleiðslu. Synd ef svo yrði ekki.Nissan Gripz.Nissan sýndi þennan óvenjulega og kubbslega jeppling, Gripz. Hurðafyrirkomulag hans er harla skrítið en framúrstefnulegt. Það skrítna er að stærð þessa bíls er svo til eins og Nissan Juke og því vaknar sú spurning af hverju Nissan er að búa til þennan bíl þó hann sé pínu flottur. Nafn bílsins féll í jafn grýttan jarðveg og Mazda Koeru hjá flestum þeim blaðamönnum sem fjallað hafa um bílasýninguna í Frankfürt. Jaguar F-Page.Flestum ber saman um að þessi nýi jeppi frá Jaguar sé einkar vel heppnaður og ekki veitir af í samkeppninni við samlanda hans frá Land Rover/Range Rover. Stutt er í sölu þessa bíls og ætlar Jaguar með því að koma að krafti inná jeppamarkaðinn fyrsta sinni. Bentley Bentayga.Bentley sýndi nýja jeppann sinn, líkt og Jaguar. Hann féll þó greinilega ekki eins vel að skapi gesta sýningarinnar og margir hafa nefnt að þeir hafi átt von á fallegri bíl frá Bentley. Þessi jeppi verður dýrasti fjöldaframleiddi jeppi heims, en skildi einhver vilja kaupa hann útlitsins vegna?
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent