Eigendur Volkswagen dísilbíla í Bandaríkjunum vilja endurgreiðslu frá VW Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2015 10:31 Volkswagen dísilbílar. Allt fór í háaloft í síðustu viku í Bandaríkjunum þegar uppgötvaðist að Volkswagen hafði sett hugbúnað í dísilbíla þá sem seldir eru þar vestra sem nam hvort verið væri að mæla útblástur þeirra og gat minnkað hann á meðan á mælingum stóð. Margir eigendur dísilbíla í Bandaríkjunum þóttust sviknir og vilja að Volkswagen kaupi aftur af þeim bíla sína. Alls seldi Volkswagen 482.000 dísilbíla á nokkrum árum með þessum svikahugbúnaði og ef Volkswagen væri gert að kaupa þá alla aftur yrði það fyrirtækinu dýrt. Við mælingar á þessum bílum kom í ljós að mengun bílanna var 10-40 sinnum meiri ef þessa hugbúnaðar naut ekki við og munar þar ansi miklu. Því eru margir eigendur þessara dísilbíla reiðir Volkswagen að þeir aki nú um á mikið mengandi bílum þvert á fullyrðingar Volkswagen um litla mengun þeirra. Volkswagen hefur verið gert að draga þær bílgerðir sínar úr sölu sem þetta á við um á meðan á rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum stendur. Því er hætt við því að sala Volkswagen í Bandaríkjunum muni minnka allverulega og það gæti reyndar einnig átt við aðrar bílgerðir Volkswagen þar sem vinsældir fyrirtækisins hefur ekki beint aukist við þessar fréttir. Núverandi eigendum þessara dísilbíla í Bandaríkjunum hefur verið ráðlagt að selja ekki bíla sína nú og bíða niðurstöðu í málinu og annaðhvort mega þeir vænta þess að Volkswagen verði gert að kaupa bílana aftur eða breyta þeim svo þeir verði innan lagaramma um mengun í Bandaríkjunum. Hvernig sem þetta endar er víst að þetta svindl verður Volkswagen dýrt. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent
Allt fór í háaloft í síðustu viku í Bandaríkjunum þegar uppgötvaðist að Volkswagen hafði sett hugbúnað í dísilbíla þá sem seldir eru þar vestra sem nam hvort verið væri að mæla útblástur þeirra og gat minnkað hann á meðan á mælingum stóð. Margir eigendur dísilbíla í Bandaríkjunum þóttust sviknir og vilja að Volkswagen kaupi aftur af þeim bíla sína. Alls seldi Volkswagen 482.000 dísilbíla á nokkrum árum með þessum svikahugbúnaði og ef Volkswagen væri gert að kaupa þá alla aftur yrði það fyrirtækinu dýrt. Við mælingar á þessum bílum kom í ljós að mengun bílanna var 10-40 sinnum meiri ef þessa hugbúnaðar naut ekki við og munar þar ansi miklu. Því eru margir eigendur þessara dísilbíla reiðir Volkswagen að þeir aki nú um á mikið mengandi bílum þvert á fullyrðingar Volkswagen um litla mengun þeirra. Volkswagen hefur verið gert að draga þær bílgerðir sínar úr sölu sem þetta á við um á meðan á rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum stendur. Því er hætt við því að sala Volkswagen í Bandaríkjunum muni minnka allverulega og það gæti reyndar einnig átt við aðrar bílgerðir Volkswagen þar sem vinsældir fyrirtækisins hefur ekki beint aukist við þessar fréttir. Núverandi eigendum þessara dísilbíla í Bandaríkjunum hefur verið ráðlagt að selja ekki bíla sína nú og bíða niðurstöðu í málinu og annaðhvort mega þeir vænta þess að Volkswagen verði gert að kaupa bílana aftur eða breyta þeim svo þeir verði innan lagaramma um mengun í Bandaríkjunum. Hvernig sem þetta endar er víst að þetta svindl verður Volkswagen dýrt.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent