Ver ákvörðun að hækka verð á lyfi til alnæmissjúklinga um 5 þúsund prósent Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2015 14:34 Martin Shkreli, framkvæmdastjóri Turing Pharmaceuticals, gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra vogunarsjóðs. Framkvæmdastjóri bandarísks lyfjafyrirtækis hefur varið ákvörðun fyrirtækisins að hækka verð á 62 ára gömlu lyfi sem notað er af alnæmissjúklingum um rúmlega fimm þúsund prósent.Í frétt BBC segir að lyfjafyrirtækið Turing Pharmaceuticals hafi keypt réttinn að lyfinu Daraprim í ágúst síðastliðinn. Martin Shkreli, framkvæmdastjóri Turing, segir að fyrirtækið muni nota féð af sölu lyfjanna til frekari rannsókna. Lyfjaskammtur af Daraprim kostaði áður 13,50 Bandaríkjadali, um 1.700 krónur, en mun eftir hækkun kosta 750 Bandaríkjadali, um 97 þúsund krónur. Framleiðslukostnaður pillunnar er um einn Bandaríkjadalur, en Shkreli, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri vogunarsjóðs, segir að sá kostnaður taki ekki til annarra kostnaðarliða eins og markaðssetningar og dreifingar. Slíkur kostnaður hafi stóraukist síðustu ár. „Við erum einfadlega að rukka rétt verð sem markaðir og fyrrum rétthafar gerðu ekki,“ segir Shkreli og bætir við að ákvörðunin sé ekki úr takti við annað sem gerist á þessum markaði. Að neðan má sjá viðtal Bloomberg við Shkreli. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjóri bandarísks lyfjafyrirtækis hefur varið ákvörðun fyrirtækisins að hækka verð á 62 ára gömlu lyfi sem notað er af alnæmissjúklingum um rúmlega fimm þúsund prósent.Í frétt BBC segir að lyfjafyrirtækið Turing Pharmaceuticals hafi keypt réttinn að lyfinu Daraprim í ágúst síðastliðinn. Martin Shkreli, framkvæmdastjóri Turing, segir að fyrirtækið muni nota féð af sölu lyfjanna til frekari rannsókna. Lyfjaskammtur af Daraprim kostaði áður 13,50 Bandaríkjadali, um 1.700 krónur, en mun eftir hækkun kosta 750 Bandaríkjadali, um 97 þúsund krónur. Framleiðslukostnaður pillunnar er um einn Bandaríkjadalur, en Shkreli, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri vogunarsjóðs, segir að sá kostnaður taki ekki til annarra kostnaðarliða eins og markaðssetningar og dreifingar. Slíkur kostnaður hafi stóraukist síðustu ár. „Við erum einfadlega að rukka rétt verð sem markaðir og fyrrum rétthafar gerðu ekki,“ segir Shkreli og bætir við að ákvörðunin sé ekki úr takti við annað sem gerist á þessum markaði. Að neðan má sjá viðtal Bloomberg við Shkreli.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira